Nú mega lömbin sparka Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var brosandi á æfingu í Nice í gær. Vísir/Vilhelm Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira