Reyna að koma í veg fyrir Brexit Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Ósáttir Bretar mótmæltu niðurstöðu Brexit-kosninganna fyrir utan breska þingið á laugardaginn. Fréttablaðið/EPA Tæplega 3,5 milljón manna hafði í gærkvöldi skrifað undir undirskriftalista í Bretlandi sem krefst þess að kosið verði aftur um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Síðastliðinn fimmtudag kusu 52 prósent kjósenda með útgöngu, en 48 prósent gegn. Kjörsókn var hins vegar 72 prósent. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að neita að gefa lagalegt samþykki fyrir útgöngu. Forsvarsmenn undirskriftalistans vilja að kosningarnar verði ógildar ef sextíu prósent kjósa ekki aðra hvora hlið, þegar kjörsókn er undir 75 prósent. William Oliver Healey, aðgerðasinni og meðlimur enskra demókrata, sem barðist fyrir útgöngu Breta úr ESB stofnaði undirskriftalistann þar sem hann óttaðist að Bretland yrði áfram í ESB. Samkvæmt lögum þarf breska þingið að íhuga umræður um undirskriftalista sem ná hundrað þúsund undirskriftum. Á laugardaginn fóru mótmæli fram fyrir utan breska þingið þar sem stuðningsmenn áframhaldandi viðveru gagnrýndu úrslit kosninganna. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla við Trafalgar Square í London á þriðjudaginn og hafa tugir þúsunda boðað komu sína á mótmælin. Nicola Sturgeon, æðsti ráðherra Skotlands, segir í samtali við BBC að hún muni biðja alla meðlimi skoska þingsins um að neita að gefa lagalegt samþykki fyrir útgöngu úr ESB. Í kosningunum studdu 62 prósent kjósenda í Skotlandi áframhaldandi viðveru, en 38 prósent studdu útgöngu. Óvíst er þó hvort Skotland geti komið í veg fyrir útgönguna. Sturgeon mun funda ásamt samstarfsfólki sínu með embættismönnum í Brussel í vikunni um áframhaldandi viðveru Skotlands í Evrópusambandinu. Árið 2014 var kosið um sjálfstæði Skotlands og kusu 55 prósent gegn því. Í kjölfar Brexit-kosninganna er talið líklegt að Skotland muni kjósa um sjálfstæði á ný til þess að tryggja viðveru í ESB. BBC greinir frá því að Carwyn Jones, æðsti ráðherra Wales, sé ekki sömu skoðunar og Sturgeon og hafni þeirri hugmynd að meðlimir þingsins í Wales reyni að koma í veg fyrir Brexit. Frá niðurstöðu kosninganna hefur forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, tilkynnt um afsögn sína. Mikil óvissa ríkir í kringum skilmála Bretlands við útgöngu úr ESB, en talið er líklegt að ekki verði af formlegri útgöngu fyrr en síðari hluta árs 2018.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Fréttablaðið/AFPUpplausn innan VerkamannaflokksinsEldri þingmenn Verkamannaflokksins hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir að aðskilnaður frá ESB eigi sér stað. Meðlimar Verkamannaflokksins gagnrýna harðlega forystu Jeremy Corbyn, leiðtoga floksins, í Brexit kosningunum. Niðurstaða kosninganna var ekki bindandi, og þarf þingið ennþá að samþykkja útgöngu. The Independent greinir frá því að David Lammy, þingmaður verkamannaflokksins, segir að breska þingið þurfi að ákveða hvort það ætli að láta af útgöngunni verða á næstu vikum. Fjöldi skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins hafa sagt af sér í mótmælaskyni við forystu Corbyn. Samkvæmt heimildum Independent er fleiri afsagna að vænta og talið er að helmingur skuggamálaráðherra muni segja af sér. Talið er að staða Corbyn sé í hættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Brexit Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæplega 3,5 milljón manna hafði í gærkvöldi skrifað undir undirskriftalista í Bretlandi sem krefst þess að kosið verði aftur um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Síðastliðinn fimmtudag kusu 52 prósent kjósenda með útgöngu, en 48 prósent gegn. Kjörsókn var hins vegar 72 prósent. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að neita að gefa lagalegt samþykki fyrir útgöngu. Forsvarsmenn undirskriftalistans vilja að kosningarnar verði ógildar ef sextíu prósent kjósa ekki aðra hvora hlið, þegar kjörsókn er undir 75 prósent. William Oliver Healey, aðgerðasinni og meðlimur enskra demókrata, sem barðist fyrir útgöngu Breta úr ESB stofnaði undirskriftalistann þar sem hann óttaðist að Bretland yrði áfram í ESB. Samkvæmt lögum þarf breska þingið að íhuga umræður um undirskriftalista sem ná hundrað þúsund undirskriftum. Á laugardaginn fóru mótmæli fram fyrir utan breska þingið þar sem stuðningsmenn áframhaldandi viðveru gagnrýndu úrslit kosninganna. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla við Trafalgar Square í London á þriðjudaginn og hafa tugir þúsunda boðað komu sína á mótmælin. Nicola Sturgeon, æðsti ráðherra Skotlands, segir í samtali við BBC að hún muni biðja alla meðlimi skoska þingsins um að neita að gefa lagalegt samþykki fyrir útgöngu úr ESB. Í kosningunum studdu 62 prósent kjósenda í Skotlandi áframhaldandi viðveru, en 38 prósent studdu útgöngu. Óvíst er þó hvort Skotland geti komið í veg fyrir útgönguna. Sturgeon mun funda ásamt samstarfsfólki sínu með embættismönnum í Brussel í vikunni um áframhaldandi viðveru Skotlands í Evrópusambandinu. Árið 2014 var kosið um sjálfstæði Skotlands og kusu 55 prósent gegn því. Í kjölfar Brexit-kosninganna er talið líklegt að Skotland muni kjósa um sjálfstæði á ný til þess að tryggja viðveru í ESB. BBC greinir frá því að Carwyn Jones, æðsti ráðherra Wales, sé ekki sömu skoðunar og Sturgeon og hafni þeirri hugmynd að meðlimir þingsins í Wales reyni að koma í veg fyrir Brexit. Frá niðurstöðu kosninganna hefur forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, tilkynnt um afsögn sína. Mikil óvissa ríkir í kringum skilmála Bretlands við útgöngu úr ESB, en talið er líklegt að ekki verði af formlegri útgöngu fyrr en síðari hluta árs 2018.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Fréttablaðið/AFPUpplausn innan VerkamannaflokksinsEldri þingmenn Verkamannaflokksins hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir að aðskilnaður frá ESB eigi sér stað. Meðlimar Verkamannaflokksins gagnrýna harðlega forystu Jeremy Corbyn, leiðtoga floksins, í Brexit kosningunum. Niðurstaða kosninganna var ekki bindandi, og þarf þingið ennþá að samþykkja útgöngu. The Independent greinir frá því að David Lammy, þingmaður verkamannaflokksins, segir að breska þingið þurfi að ákveða hvort það ætli að láta af útgöngunni verða á næstu vikum. Fjöldi skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins hafa sagt af sér í mótmælaskyni við forystu Corbyn. Samkvæmt heimildum Independent er fleiri afsagna að vænta og talið er að helmingur skuggamálaráðherra muni segja af sér. Talið er að staða Corbyn sé í hættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Brexit Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira