Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 12:00 Jón Daði Böðvarsson með íslenska fánann og í bak við hann er meðal annars Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira