Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 12:00 Jón Daði Böðvarsson með íslenska fánann og í bak við hann er meðal annars Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti