Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 00:49 Halla Tómasdóttir ásamt fjölskyldu sinni á kosningavökunni. vísir/anton brink „Nú verðið þið að hætta ef ég á ekki að fara að gráta,“ sagði Halla Tómasdóttir klökk undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna sinna þegar hún mætti á sína eigin kosningavöku. Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verður Halla í öðru sæti frambjóðendanna níu í kjöri til forseta Íslands. Lengi vel mældist Halla með afar lítið fylgi en eftir því sem á leið sótti hún í sig veðrið og virðist nú vega með um þrjátíu prósent á landsvísu. „Við lögðum af stað viðvangingar í framboðsmálum og höfðum fjögur G að leiðarljósi. Það var gagn, gleði og gagnsæi um allar spurningar sem myndu vakna því þannig myndar maður traust. Og við ætluðum að taka „girl-power“ á þetta alla leið.“ Halla sagði að það orð sem væri henni efst í huga væri þakklæti. Hún væri þakklát fyrir þroskann sem fólst í framboðsferlinu og fyrir börnin sín sem höfðu staðið sig eins og hetjur. Þá var hún þakklát fyrir manninn sinn og sagði að engin kona væri betur gift. Þá velti hún upp þeim möguleika að skrifa bók sem gæti borið heitið „Frá „Ætlarðu að hætta?“ yfir í 30%“. Frambjóðandinn sagði að hún myndi taka við möguleikum á titlum í allt kvöld.? „Kæru vinir. Þetta er ekki tími fyrir ræðuhöld. Til hamingju Guðni og Eliza, þið verðið ykkur og þjóð til sóma. Ég, og við, munum styðja við ykkur á hvern þann hátt sem ég get og gera það heilshugar,“ sagði Halla Tómasdóttir. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Nú verðið þið að hætta ef ég á ekki að fara að gráta,“ sagði Halla Tómasdóttir klökk undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna sinna þegar hún mætti á sína eigin kosningavöku. Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verður Halla í öðru sæti frambjóðendanna níu í kjöri til forseta Íslands. Lengi vel mældist Halla með afar lítið fylgi en eftir því sem á leið sótti hún í sig veðrið og virðist nú vega með um þrjátíu prósent á landsvísu. „Við lögðum af stað viðvangingar í framboðsmálum og höfðum fjögur G að leiðarljósi. Það var gagn, gleði og gagnsæi um allar spurningar sem myndu vakna því þannig myndar maður traust. Og við ætluðum að taka „girl-power“ á þetta alla leið.“ Halla sagði að það orð sem væri henni efst í huga væri þakklæti. Hún væri þakklát fyrir þroskann sem fólst í framboðsferlinu og fyrir börnin sín sem höfðu staðið sig eins og hetjur. Þá var hún þakklát fyrir manninn sinn og sagði að engin kona væri betur gift. Þá velti hún upp þeim möguleika að skrifa bók sem gæti borið heitið „Frá „Ætlarðu að hætta?“ yfir í 30%“. Frambjóðandinn sagði að hún myndi taka við möguleikum á titlum í allt kvöld.? „Kæru vinir. Þetta er ekki tími fyrir ræðuhöld. Til hamingju Guðni og Eliza, þið verðið ykkur og þjóð til sóma. Ég, og við, munum styðja við ykkur á hvern þann hátt sem ég get og gera það heilshugar,“ sagði Halla Tómasdóttir.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19