Tveir voru með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld en lottópotturinn var áttfaldur. Vinningshafarnir tveir skiptu því upphæðinni á milli sín og fékk hvor vinningshafi 54.823.710 krónur í sinn hlut.
Annar vinningsmiðinn var seldur í Álfinum á Borgarholtsbraut 19 í Kópavogi og hinn miðinn var seldur í 10-11 við Kleppsveg í Reykjavík.
Þá voru átta með fjórar tölur réttar auk bónustölu og hlaut hver og einn 138.120 krónur í sinn hlut. Einn vann Jókerinn og vann tvær milljónir og fimm voru með fjórar tölur réttar og fengu 100.000 krónur hver.
Tveir unnu yfir fimmtíu milljónir í lottó í kvöld
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið


Barn á öðru aldursári lést
Innlent

„Þetta er bara klúður“
Innlent

Heiða liggur enn undir feldi
Innlent





