Hæstiréttur vísar frá kæru vegna forsetakosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júní 2016 12:30 Hæstiréttur vísar til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. vísir/gva Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira