Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 25. júní 2016 07:00 Nigel Farage, formaður UKIP, var einna ánægðastur með niðurstöður kosninganna. Nordicphotos/AFP 51,9 prósent Breta kaus að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið, svokallað Brexit. Þetta kom í ljós þegar talið var upp úr kjörkössum í fyrrinótt. Í kjölfarið tilkynnti forsætisráðherrann David Cameron að hann myndi láta af embætti í haust en hann var einarður stuðningsmaður áframhaldandi veru innan sambandsins. Niðurstöður voru ólíkar milli landshluta. Skotar studdu áframhaldandi veru innan ESB með 62 prósentum atkvæða. Þá kusu Norður-Írar áframhaldmeð 55,8 prósentum atkvæða. Englendingar og Walesverjar voru hlynntir Brexit. 52,5 prósent íbúa Wales kusu Brexit en 53,4 prósent Englendinga. Lundúnabúar voru hins vegar andvígir og kusu um sextíu prósent áframhaldandi veru. Þeir vegfarendur sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af í Lundúnum voru í losti og sögðust ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. „Ég vaknaði í öðru landi. Ekki í mínu landi,“ sagði einn vegfarenda á meðan aðrir lýstu yfir töluverðum áhyggjum. Margir hverjir höfðu áhyggjur af fjármálum sínum og innflytjendur vissu ekki hvort þeir væru velkomnir lengur. Eldra fólk var mun hlynntara Brexit en það yngra og skilaði sér betur á kjörstað. Alls voru 72 prósent Breta á aldrinum átján til 24 ára andvíg á meðan 66 prósent kjósenda yfir 65 ára voru hlynnt. „Hvað hafa foreldrar okkar gert?“ spurði einn vegfarenda blaðamann Fréttablaðsins. „Bretar hafa tekið skýra ákvörðun um að velja aðra leið en mína. Því tel ég þörf á nýjum leiðtoga sem getur stýrt Bretlandi á þeirri leið,“ sagði Cameron fyrir utan bústað forsætisráðherra á Downingstræti. Cameron hyggst hins vegar stýra Bretlandi næstu mánuði en býst við því að nýr forsætisráðherra taki við í október. Óvíst er hver tekur við af Cameron en fjölmiðlar í Bretlandi spá því að Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, og Michael Gove dómsmálaráðherra séu líklegir. Þeir börðust báðir fyrir Brexit. Stöðugleiki var lítill í fjármálaheiminum í gær. FTSE-vísitalan hrapaði um átta prósent þegar markaðir opnuðu. Hún rétti þó lítillega úr kútnum þegar leið á daginn. Hlutabréf í breskum bönkum lækkuðu í verði en hlutabréf í Barclays og RBS lækkuðu um nærri tuttugu prósent. Þá féll gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal um tíu prósent árla morguns og hafði ekki verið jafnlágt frá árinu 1985. Stærstu fjölmiðlar Bretlands greindu frá því í gær að hluti þingmanna Verkamannaflokksins muni leggja fram vantrauststillögu á hendur formanni sínum, Jeremy Corbyn. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir hönd flokksins, sagði framlag hans til kosningabaráttu gegn Brexit lélegt og lítið. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), fagnaði sigrinum hins vegar í gær en hann hafði barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Nýr dagur rís yfir sjálfstæðu Bretlandi,“ sagði Farage í sigurræðu sinni. „Við höfum barist gegn alþjóðasinnum og stjórnmálarisum. Gegn lygum, spillingu og svikum og í dag hafa heiðarleiki, góðmennska og trú á Bretlandi unnið sigur.“ Leiðtogar Evrópusambandsins voru ekki jafnhrifnir og Farage af ákvörðun Breta. François Hollande, forseti Frakklands, sagði ákvörðunina mikla áskorun fyrir Evrópu og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði hana högg fyrir Evrópu og einingu innan álfunnar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem mælst var til þess að Bretar yfirgæfu sem fyrst til að framlengja ekki það óvissuástand sem ríkir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júníDavid Cameron mun segja af sér vegna Brexit. Nordicphotos/AFP Brexit Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira
51,9 prósent Breta kaus að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið, svokallað Brexit. Þetta kom í ljós þegar talið var upp úr kjörkössum í fyrrinótt. Í kjölfarið tilkynnti forsætisráðherrann David Cameron að hann myndi láta af embætti í haust en hann var einarður stuðningsmaður áframhaldandi veru innan sambandsins. Niðurstöður voru ólíkar milli landshluta. Skotar studdu áframhaldandi veru innan ESB með 62 prósentum atkvæða. Þá kusu Norður-Írar áframhaldmeð 55,8 prósentum atkvæða. Englendingar og Walesverjar voru hlynntir Brexit. 52,5 prósent íbúa Wales kusu Brexit en 53,4 prósent Englendinga. Lundúnabúar voru hins vegar andvígir og kusu um sextíu prósent áframhaldandi veru. Þeir vegfarendur sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af í Lundúnum voru í losti og sögðust ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. „Ég vaknaði í öðru landi. Ekki í mínu landi,“ sagði einn vegfarenda á meðan aðrir lýstu yfir töluverðum áhyggjum. Margir hverjir höfðu áhyggjur af fjármálum sínum og innflytjendur vissu ekki hvort þeir væru velkomnir lengur. Eldra fólk var mun hlynntara Brexit en það yngra og skilaði sér betur á kjörstað. Alls voru 72 prósent Breta á aldrinum átján til 24 ára andvíg á meðan 66 prósent kjósenda yfir 65 ára voru hlynnt. „Hvað hafa foreldrar okkar gert?“ spurði einn vegfarenda blaðamann Fréttablaðsins. „Bretar hafa tekið skýra ákvörðun um að velja aðra leið en mína. Því tel ég þörf á nýjum leiðtoga sem getur stýrt Bretlandi á þeirri leið,“ sagði Cameron fyrir utan bústað forsætisráðherra á Downingstræti. Cameron hyggst hins vegar stýra Bretlandi næstu mánuði en býst við því að nýr forsætisráðherra taki við í október. Óvíst er hver tekur við af Cameron en fjölmiðlar í Bretlandi spá því að Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, og Michael Gove dómsmálaráðherra séu líklegir. Þeir börðust báðir fyrir Brexit. Stöðugleiki var lítill í fjármálaheiminum í gær. FTSE-vísitalan hrapaði um átta prósent þegar markaðir opnuðu. Hún rétti þó lítillega úr kútnum þegar leið á daginn. Hlutabréf í breskum bönkum lækkuðu í verði en hlutabréf í Barclays og RBS lækkuðu um nærri tuttugu prósent. Þá féll gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal um tíu prósent árla morguns og hafði ekki verið jafnlágt frá árinu 1985. Stærstu fjölmiðlar Bretlands greindu frá því í gær að hluti þingmanna Verkamannaflokksins muni leggja fram vantrauststillögu á hendur formanni sínum, Jeremy Corbyn. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir hönd flokksins, sagði framlag hans til kosningabaráttu gegn Brexit lélegt og lítið. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), fagnaði sigrinum hins vegar í gær en hann hafði barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Nýr dagur rís yfir sjálfstæðu Bretlandi,“ sagði Farage í sigurræðu sinni. „Við höfum barist gegn alþjóðasinnum og stjórnmálarisum. Gegn lygum, spillingu og svikum og í dag hafa heiðarleiki, góðmennska og trú á Bretlandi unnið sigur.“ Leiðtogar Evrópusambandsins voru ekki jafnhrifnir og Farage af ákvörðun Breta. François Hollande, forseti Frakklands, sagði ákvörðunina mikla áskorun fyrir Evrópu og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði hana högg fyrir Evrópu og einingu innan álfunnar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem mælst var til þess að Bretar yfirgæfu sem fyrst til að framlengja ekki það óvissuástand sem ríkir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 25. júníDavid Cameron mun segja af sér vegna Brexit. Nordicphotos/AFP
Brexit Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira