Fótbolti

Hannes montar sig aðeins og má það líka | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska fánann á lofti.
Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska fánann á lofti. Vísir/Vilhelm
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska fótboltalandsliðsins, hefur staðið sig frábærlega á Evrópumótinu í Frakklandi og verið lykilmaður á bak við það að íslenska liðið er komið í sextán liða úrslit keppninnar.

Hannes Þór varði alls 19 af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í riðlakeppninni eða meira en sex skot að meðaltali í leik og 86 prósent skota sem á hann komu.

Hannes varði þrjú fleiri skot en næsti maður á lista sem varð norður-írski markvörðurinn Michael McGovern.

Frammistaða Hannesar hefur fengið mikið lof í íslenskum fjölmiðlum en það eru ekki bara Íslendingar sem hafa hrifist af íslenska landsliðsmarkverðinum. Hann hefur fengið mikið hrós á erlendum miðlum líka.

Hannes vakti athygli á því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi verið áttundi besti leikmaður riðlakeppni EM hjá fótbolta-youtbube síðunni Copa90 en hún er með meira en milljón áskrifendur.

Það má sjá hvað Hannes setti inn á Twitter hér fyrir neðan sem og myndbandið með tíu bestu leikmönnum riðlakeppninnar á EM 2016.


Tengdar fréttir

Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær

Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×