Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM Sveinn Arnarson skrifar 24. júní 2016 06:00 Utankjörfundaratkvæði eru meðal annars greidd í Perlunni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00
„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28
Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57
Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44