„Þetta er staður sem er gott að vera á tveimur dögum fyrir kosningar en það er ekkert fast í hendi og ég hvet alla til að mæta á kjörstað og kjósa. Það er dýrmætt að nýta þennan rétt sinn og kjósa. Þetta er bara eins og í íþróttunum. Leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er af,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis þar sem hann nýtur 49 prósent fylgis.
Aðspurður hvernig seinustu dagar í baráttunni verða nýttir segir Guðni að hann muni undirbúa sig eitthvað fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld og kappræður RÚV annað kvöld. Þá eru einhverjir vinnustaðafundir eftir en síðan er það bara langþráður tími með konu og börnum eins og hann orðar það.
Hann segist svo ekki vera með neina sérstaka dagskrá á kjördag.
„Það er bara aftur með krökkunum og svo ætla ég kannski á einn fótboltaleik í Garðabæ og í sund.“
„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“
Tengdar fréttir
Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum
Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins.
Tæplega helmingur segist styðja Guðna
Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir.