Ísland á Eiffel-turninn í kvöld

Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið hefur unnið hug og hjörtu allra í Frakklandi og ekki minnkaði hlýhugurinn til Íslendinga eftir frábæran sigur á Stade de France í kvöld.
Íslensku strákarnir eru farnir "heim" til Annecy en íslenska stuðningsfólkið er hinsvegar enn að halda upp á frábæran árangur á götum Parísar í kvöld.
Árangur íslenska liðsins hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi sem og allir Evrópu og það var falleg sjón sem blasti við Íslendingum þegar þeir heimsóttu þekktasta kennileiti Parísarborgar í kvöld.
Hinn eini og sanni Eiffel-turn var ekki bara í íslensku litunum í kvöld heldur hann var hreinlega merktur Íslandi eins og sjá má á mynd Magnúsar Þórs hér fyrir ofan.
Fámennasta þjóðin sem hefur keppt á EM karla í fótbolta var ekki bara með á EM í Frakklandi heldur er enn taplaus og komin alla leið í sextán liða úrslit.
Tengdar fréttir

Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland
Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi.

Jóhann Berg: Gef leyfi á nokkra kalda í kvöld
Jóhann Berg Guðmundsson var að vonum í skýjunum eftir sögulegan 2-1 sigur Íslands á Austurríki á Stade de France í dag.

Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey
Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn.

ESPN: Svona eru sigurlíkur strákanna okkar í sextán liða úrslitunum
Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað saman sigurlíkur þjóðanna sextán sem eru komnar í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi.

Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París
Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld.

Heimir: Breytum þjóðhátíðardeginum í 22. júní
Heimir Hallgrímsson var stoltur af sínum mönnum í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Austurríki í kvöld.