Fótbolti

ESPN: Svona eru sigurlíkur strákanna okkar í sextán liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson með íslenska fánann í leikslok.
Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson með íslenska fánann í leikslok. Vísir/Vilhelm
Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað saman sigurlíkur þjóðanna sextán sem eru komnar í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi.

Ísland tryggði sér sitt sæti með því að vinna Austurríki 2-1 í lokaumferð riðilsins og ná öðru sæti í F-riðlinum.

Ísland mætir Englandi í Nice á mánudaginn kemur en það verður lokaleikur sextán liða úrslitanna.  

Ísland er í 15. sæti hjá þessum virta bandaríska fjölmiðli yfir mestar sigurlíkur í sextán liða úrslitum en ESPN segir að það séu 28,2 prósent líkur á því að Íslandi slái út England og komist í átta liða úrslitin.

Það er bara Írar sem eru með minni sigurlíkur í sextán liða úrslitunum en ESPN telur aðeins vera 9,5 prósent líkur á því írska liðið slái út gestgjafa Frakka.

Sigurvegarinn úr leik Íslands og Englands mætir sigurvegaranum úr viðureign Frakklands og Írlands í átta liða úrslitunum. Samkvæmt ESPN eru 4,3 prósent líkur á því að Ísland komist í undanúrslit.

Íslenska liðið hefur síðan aðeins 0,4 prósent sigurlíkur á að fara alla leið og verða Evrópumeistari.

Samkvæmt þessum útreikningum ESPN þá verða Frakkar Evrópumeistarar eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum en Spánn og Belgía detta út í undanúrslitum.

Hér fyrir neðan má sjá alla þessar útreikninga ESPN.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland

Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi.

Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey

Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×