Gylfi: Fullkomið að fá Englendingana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 18:56 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með liðsfélögunum í leikslok. Vísir/EPA Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira