Koller: Engin slæm lið á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 20:45 Marcel Koller og strákarnir hans eru úr leik. vísir/epa Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira