Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Bjarki Ármannsson skrifar 29. júní 2016 10:00 Varla hefur farið framhjá neinum að íslensk börn hafa margfalt betri aðgang að netinu nú en fyrir nokkrum árum. Vísir/Getty Rannsóknarsjóður Rannís veitti í mars stærsta styrk sem borist hefur inn á Hugvísindasvið Háskóla Íslands til rannsóknar á því hvort snjalltækjavæðing undanfarinna ára hafi haft áhrif á íslenskukunnáttu barna. Einn forsvarsmanna rannsóknarinnar segir máltöku barna næstkomandi ár segja til um framtíð málsins.Víða áhyggjur af ensku máláreiti á börn Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að íslensk börn hafa margfalt betri aðgang að netinu nú en fyrir nokkrum árum. Á internetinu er enskan allsráðandi og eru þeir ófáir foreldrarnir og kennararnir sem telja sig hafa orðið var við dvínandi íslenskukunnáttu íslenskra barna og unglinga vegna mikillar tölvu- og snjalltækjanotkunar. „Ég sat nú bara í heita pottinum í Kópavogslauginni í gær og það var einhver þar sem fór að tala um stöðu íslenskunnar,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði, og hlær. „Og þar höfðu allir miklar áhyggjur. Að börn kynnu ekki algengustu orð en væru orðin svo góð í ensku. Þannig að ég held að það taki allir eftir þessu.“Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliSigríður stýrir rannsókninni sem Rannís hefur nú styrkt ásamt öðrum íslenskuprófessor, Eiríki Rögnvaldssyni. Vísir hefur áður haft eftir Sigríði að breytingar á máli íslenska barna vegna tölvunotkunar gætu þegar hafa átt sér stað en nú stendur til að kanna hvað til er í því. Niðurstöðurnar gætu hreinlega sagt okkur mikið um framtíð íslensks máls. Rannsóknin felur í sér að ítarlegum málfarslegum upplýsingum verður safnað frá fjögur hundruð Íslendingum, sem valdir verða með lagskiptu handahófsúrtaki, og þær notaðar til að meta málnotkun hvers og eins. Einnig verður lögð fyrir viðamikil netkönnun sem nær til fimm þúsund þátttakenda og er ætlað að veita yfirlit yfir notkun íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi.Enskuslettur ekki það alvarlegasta Sérsvið Sigríðar er máltaka barna en rannsóknir á því sviði benda til þess að börn þurfi að taka mál fyrir sex til níu ára aldur til þess að ná almennilega tökum á móðurmáli sínu. Sigríður segir að það sé því alvarlegt fyrir framtíð íslenskunnar ef börn í fyrstu bekkjum grunnskóla verði fyrir miklu ensku áreiti og áhrifa frá ensku gæti í máli þeirra. Mun alvarlegra en til dæmis enskuslettur í máli fullorðinna. Sjá einnig: Næstu til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Þess vegna stendur til að skoða annars vegar hvort örar samfélags- og tæknibreytingar hafi haft áhrif á málnotkun Íslendinga (þ.e. hvaða orð við notum dagsdaglega) og hinsvegar sjálfa gerð íslenskunnar. „Enskar slettur, þó þær geti verið hvimleiðar, eru kannski ekki jafn alvarlegar,“ útskýrir hún. „Við lærum ný og ný orð alla ævi og það getur alltaf breyst. En málkunnáttan, eða málkerfið, það er eitthvað sem við leggjum grunn að fyrstu árin og það er eiginlega ekkert aftur snúið eftir það. Þannig að ef enskan er að hafa áhrif á málkerfi okkar, hjá ungum börnum, þá getur það haft áhrif á beygingar, setningagerð og jafnvel framburð. Það er þá miklu alvarlegra, ef gerð íslenskunnar er að breytast út af þessum áhrifum.“ Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við unga íslenska drengi sem leika sér frekar saman á ensku en íslensku.Einnig verður skoðað hvort íslenska sé að hörfa fyrir ensku á einhverjum ákveðnum sviðum – missa yfirráðasvæði til hennar, ef svo má að orði komast. Til dæmis fer stærstur hluti gagnvirkra tölvuleikjaspila íslenskra barna fram á ensku og því er ekki ósennilegt að börn og unglingar temji sér á endanum að tala bara um tölvuleiki á ensku. Þessi þróun á að sjálfsögðu við í fleiri málsamfélögum en því íslenska. „Við erum að nota íslenskuna sem nokkurs konar prófmál,“ segir Sigríður. „Við ætlumst til að það sé hægt að nýta niðurstöðurnar líka almennt, fyrir önnur tungumál í svipaðri stöðu og íslenskan. Þessar breytingar hafa auðvitað sömu áhrif á mörg önnur tungumál og við teljum að það geti verið gott að rannsaka þetta hér og síðan sé hægt að yfirfæra niðurstöðurnar á fleiri málsamfélög.“ Styrkurinn nemur alls 117 milljónum króna. Rannsóknin hefst formlega um næstu mánaðamót og segir Sigríður að fyrsta hálfa árið eða svo muni fara í að leggja betri grunn að rannsóknaraðferðunum. Stefnt er að því að geta lagt kannanir fyrir þátttakendur í febrúar eða mars og niðurstöður þeirra ættu að liggja fyrir um næsta sumar, þó rannsókninni muni ekki ljúka endanlega fyrr en eftir tvö eða þrjú ár. Tæknivæðingin er ör og segir Sigríður að eflaust hefði mátt fara af stað með sambærilega rannsókn fyrr. Hún segir markmiðið með rannsókninni ekki endilega að koma fram með tillögur að leiðum til að bregðast við verulegum breytingum, finnist merki um þær. „Fyrsta skrefið er að kanna stöðuna í dag,“ segir hún. „Ef læknirinn veit sjúkdómsgreininguna, þá er hægt að fara að velta meðferðinni fyrir sér.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Rannsóknarsjóður Rannís veitti í mars stærsta styrk sem borist hefur inn á Hugvísindasvið Háskóla Íslands til rannsóknar á því hvort snjalltækjavæðing undanfarinna ára hafi haft áhrif á íslenskukunnáttu barna. Einn forsvarsmanna rannsóknarinnar segir máltöku barna næstkomandi ár segja til um framtíð málsins.Víða áhyggjur af ensku máláreiti á börn Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að íslensk börn hafa margfalt betri aðgang að netinu nú en fyrir nokkrum árum. Á internetinu er enskan allsráðandi og eru þeir ófáir foreldrarnir og kennararnir sem telja sig hafa orðið var við dvínandi íslenskukunnáttu íslenskra barna og unglinga vegna mikillar tölvu- og snjalltækjanotkunar. „Ég sat nú bara í heita pottinum í Kópavogslauginni í gær og það var einhver þar sem fór að tala um stöðu íslenskunnar,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði, og hlær. „Og þar höfðu allir miklar áhyggjur. Að börn kynnu ekki algengustu orð en væru orðin svo góð í ensku. Þannig að ég held að það taki allir eftir þessu.“Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliSigríður stýrir rannsókninni sem Rannís hefur nú styrkt ásamt öðrum íslenskuprófessor, Eiríki Rögnvaldssyni. Vísir hefur áður haft eftir Sigríði að breytingar á máli íslenska barna vegna tölvunotkunar gætu þegar hafa átt sér stað en nú stendur til að kanna hvað til er í því. Niðurstöðurnar gætu hreinlega sagt okkur mikið um framtíð íslensks máls. Rannsóknin felur í sér að ítarlegum málfarslegum upplýsingum verður safnað frá fjögur hundruð Íslendingum, sem valdir verða með lagskiptu handahófsúrtaki, og þær notaðar til að meta málnotkun hvers og eins. Einnig verður lögð fyrir viðamikil netkönnun sem nær til fimm þúsund þátttakenda og er ætlað að veita yfirlit yfir notkun íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi.Enskuslettur ekki það alvarlegasta Sérsvið Sigríðar er máltaka barna en rannsóknir á því sviði benda til þess að börn þurfi að taka mál fyrir sex til níu ára aldur til þess að ná almennilega tökum á móðurmáli sínu. Sigríður segir að það sé því alvarlegt fyrir framtíð íslenskunnar ef börn í fyrstu bekkjum grunnskóla verði fyrir miklu ensku áreiti og áhrifa frá ensku gæti í máli þeirra. Mun alvarlegra en til dæmis enskuslettur í máli fullorðinna. Sjá einnig: Næstu til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Þess vegna stendur til að skoða annars vegar hvort örar samfélags- og tæknibreytingar hafi haft áhrif á málnotkun Íslendinga (þ.e. hvaða orð við notum dagsdaglega) og hinsvegar sjálfa gerð íslenskunnar. „Enskar slettur, þó þær geti verið hvimleiðar, eru kannski ekki jafn alvarlegar,“ útskýrir hún. „Við lærum ný og ný orð alla ævi og það getur alltaf breyst. En málkunnáttan, eða málkerfið, það er eitthvað sem við leggjum grunn að fyrstu árin og það er eiginlega ekkert aftur snúið eftir það. Þannig að ef enskan er að hafa áhrif á málkerfi okkar, hjá ungum börnum, þá getur það haft áhrif á beygingar, setningagerð og jafnvel framburð. Það er þá miklu alvarlegra, ef gerð íslenskunnar er að breytast út af þessum áhrifum.“ Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við unga íslenska drengi sem leika sér frekar saman á ensku en íslensku.Einnig verður skoðað hvort íslenska sé að hörfa fyrir ensku á einhverjum ákveðnum sviðum – missa yfirráðasvæði til hennar, ef svo má að orði komast. Til dæmis fer stærstur hluti gagnvirkra tölvuleikjaspila íslenskra barna fram á ensku og því er ekki ósennilegt að börn og unglingar temji sér á endanum að tala bara um tölvuleiki á ensku. Þessi þróun á að sjálfsögðu við í fleiri málsamfélögum en því íslenska. „Við erum að nota íslenskuna sem nokkurs konar prófmál,“ segir Sigríður. „Við ætlumst til að það sé hægt að nýta niðurstöðurnar líka almennt, fyrir önnur tungumál í svipaðri stöðu og íslenskan. Þessar breytingar hafa auðvitað sömu áhrif á mörg önnur tungumál og við teljum að það geti verið gott að rannsaka þetta hér og síðan sé hægt að yfirfæra niðurstöðurnar á fleiri málsamfélög.“ Styrkurinn nemur alls 117 milljónum króna. Rannsóknin hefst formlega um næstu mánaðamót og segir Sigríður að fyrsta hálfa árið eða svo muni fara í að leggja betri grunn að rannsóknaraðferðunum. Stefnt er að því að geta lagt kannanir fyrir þátttakendur í febrúar eða mars og niðurstöður þeirra ættu að liggja fyrir um næsta sumar, þó rannsókninni muni ekki ljúka endanlega fyrr en eftir tvö eða þrjú ár. Tæknivæðingin er ör og segir Sigríður að eflaust hefði mátt fara af stað með sambærilega rannsókn fyrr. Hún segir markmiðið með rannsókninni ekki endilega að koma fram með tillögur að leiðum til að bregðast við verulegum breytingum, finnist merki um þær. „Fyrsta skrefið er að kanna stöðuna í dag,“ segir hún. „Ef læknirinn veit sjúkdómsgreininguna, þá er hægt að fara að velta meðferðinni fyrir sér.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15
Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30