Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2016 11:30 Framþróun í máltækni þarf að eiga sér stað sem fyrst ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. Vísir/Getty Tveir sérfræðingar á sviði máltækni telja að raddstýring tölvu- og heimilistækja muni á allra næstu árum ryðja sér til rúms hjá almenningi í mun meiri mæli en við þekkjum í dag. Þeir segja að þetta, auk aukins aðgengis að upplýsingum og afþreyingarefni á ensku, þýði að framþróun í máltækni þurfi að eiga sér stað sem fyrst ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum. Nokkuð hefur verið fjallað um þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í umfjöllun Bresta um málið árið 2014 var meðal annars bent á niðurstöður rannsóknar META-NET, samstarfsverkefni sextíu rannsóknarsetra í 34 Evrópulöndum, frá árinu 2012. Þar segir að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu, á eftir maltnesku. Stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. Þannig skrifaði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, í grein á Hugrás í fyrra að alþjóða- og snjalltækjavæðing síðustu ára hafi gerbreytt lífsskilyrðum málsins og að þörf sé á uppbyggingu íslenskrar máltækni til að halda íslensku sem fullgildu tungumáli sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins.Úlfar Erlingsson, yfirmaður tölvuöryggisrannsókna hjá Google.Vísir/GVAÚlfar Erlingsson, yfirmaður tölvuöryggisrannsókna hjá Google, segir næstu tvö eða þrjú ár „krítísk“ hvað þetta varðar og að ef íslensk máltækni sé svipað langt á veg komin þá og nú, verði of seint að gera nokkuð annað en að vinna sig „upp úr tapstöðu.“Sjá einnig: Ögurstund íslenskunnar „Ef krakkar í dag, sem alast upp í ensku umhverfi og eru mjög góð í ensku átta ára, eru sett í umhverfi þar sem þau umgangast tæki og tól og taka þar ensku sem sitt aðaltungumál, fara síðan í háskóla og nota enskar kennslubækur og svo framvegis, þá held ég að það skipti rosalega litlu máli þótt við komum með góða máltækni eftir tíu ár,“ segir Úlfar. „Hún verður eiginlega að koma á næstu tveimur, þremur árum. Hún getur gert það, hún er þegar til staðar.“ Tiltölulega fámennur hópur fólks hefur unnið mikilvægt grundvallarstarf á sviði íslenskrar máltækni á undanförnum árum. Meðal annars hefur endurbættur íslenskur talgervill, sem les upp ritaðan texta, komið á markað og íslenskur talgreinir, sem breytir töluðu máli í texta, verið unninn fyrir Android-stýrikerfi. Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við Hrafn Loftsson, dósent hjá Háskólanum í Reykjavík, um íslenskan talgreini Google fyrir Android-stýrikerfi.Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir íslenska máltækni ekki á neinum núllpunkti. Það þurfi þó ekki einungis að halda áfram að þróa hana, heldur einnig leggja áherslu á að koma henni í notkun í samfélaginu. „Það þarf að koma þessu inn hjá Ríkisútvarpinu og Stöð 2 til dæmis, sjálfvirkri textavél fyrir efni þeirra,“ segir Jón. „Það þarf að geta greint ræður á Alþingi, læknarnir okkar þurfa að geta „dikterað“ á íslensku. Þeir gætu einn daginn ákveðið að skipta yfir í sænsku eða ensku eða hvað sem þeim þykir þægilegast. Þannig að það er ekki nóg með að safna gögnum, ekki nóg með að hafa þekkinguna heldur þarf líka að koma tækninni til skila í iðnaðinum.“Textavélin Google Docs býður nú upp á þann möguleika að skrifa upp texta eftir töluðu íslensku máli. Hér fyrir neðan má sjá texta sem vélin hafði eftir blaðamanni Vísis en líkt og sést, er ekki hægt að nota greinarmerki sem stendur. Þá vantar nokkur orð úr máli blaðamanns.Tilraun blaðamanns Vísis til að láta Google Docs skrifa upp eftir sér.Úlfar telur að aukin raddstýring tækja muni koma fram á næstu tveimur árum, ekki einungis fyrir síma og sjónvörp heldur einnig fyrir ný stjórntæki sem ekki eru til enn, til dæmis tæki sem kveikja og slökkva á ljósum eða skipta um sjónvarpsrás. Hann segir það raunhæft að Íslendingar geti notað íslensku strax á fyrstu raddstýrðu heimilistækin sem þeir eignast og bendir á að Google býr nú þegar yfir búnaði sem skilur íslensku, raddgreininn sem áður var minnst á.Sjá einnig: Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Mestu máli skipti þó að íslenskan sé til sem valkostur hjá öllum tækjaframleiðendum. Hægt sé að tryggja það með því að taka búnað sem þegar er til í útlöndum, sem skilur íslensku, og tengja hann inn í búnað fyrirtækja hér á landi eða með því að þróa aðgengilegan búnað hér á landi sem hægt væri þá að bjóða fyrirtækjum á borð við Apple að koma fyrir í vörum þeirra. „En þar ættum við að fara hægt í að eyða peningum í að búa til eitthvað sem er rosa, rosa gott og frekar eyða peningum í að reyna að byggja upp skilning á tækninni og safna gögnum,“ segir Úlfar. „Vegna þess að tæknin er að þróast það hratt að eitthvað sem við búum til og höfum opið úreldist kannski á hálfu ári.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Aðgerðir um íslensku í upplýsingatækni á eftir áætlun Enn er ekki búið að skipa nefnd sem átti að skila tillögum 1. september. Prófessor í íslenskri málfræði segir mikilvægt að ráðast í verkið. 4. september 2014 09:00 Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér. 16. apríl 2015 10:00 Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google Google er á landinu til að þróa íslenska máltækni. 6. október 2015 07:45 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Tveir sérfræðingar á sviði máltækni telja að raddstýring tölvu- og heimilistækja muni á allra næstu árum ryðja sér til rúms hjá almenningi í mun meiri mæli en við þekkjum í dag. Þeir segja að þetta, auk aukins aðgengis að upplýsingum og afþreyingarefni á ensku, þýði að framþróun í máltækni þurfi að eiga sér stað sem fyrst ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum. Nokkuð hefur verið fjallað um þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í umfjöllun Bresta um málið árið 2014 var meðal annars bent á niðurstöður rannsóknar META-NET, samstarfsverkefni sextíu rannsóknarsetra í 34 Evrópulöndum, frá árinu 2012. Þar segir að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu, á eftir maltnesku. Stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. Þannig skrifaði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, í grein á Hugrás í fyrra að alþjóða- og snjalltækjavæðing síðustu ára hafi gerbreytt lífsskilyrðum málsins og að þörf sé á uppbyggingu íslenskrar máltækni til að halda íslensku sem fullgildu tungumáli sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins.Úlfar Erlingsson, yfirmaður tölvuöryggisrannsókna hjá Google.Vísir/GVAÚlfar Erlingsson, yfirmaður tölvuöryggisrannsókna hjá Google, segir næstu tvö eða þrjú ár „krítísk“ hvað þetta varðar og að ef íslensk máltækni sé svipað langt á veg komin þá og nú, verði of seint að gera nokkuð annað en að vinna sig „upp úr tapstöðu.“Sjá einnig: Ögurstund íslenskunnar „Ef krakkar í dag, sem alast upp í ensku umhverfi og eru mjög góð í ensku átta ára, eru sett í umhverfi þar sem þau umgangast tæki og tól og taka þar ensku sem sitt aðaltungumál, fara síðan í háskóla og nota enskar kennslubækur og svo framvegis, þá held ég að það skipti rosalega litlu máli þótt við komum með góða máltækni eftir tíu ár,“ segir Úlfar. „Hún verður eiginlega að koma á næstu tveimur, þremur árum. Hún getur gert það, hún er þegar til staðar.“ Tiltölulega fámennur hópur fólks hefur unnið mikilvægt grundvallarstarf á sviði íslenskrar máltækni á undanförnum árum. Meðal annars hefur endurbættur íslenskur talgervill, sem les upp ritaðan texta, komið á markað og íslenskur talgreinir, sem breytir töluðu máli í texta, verið unninn fyrir Android-stýrikerfi. Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við Hrafn Loftsson, dósent hjá Háskólanum í Reykjavík, um íslenskan talgreini Google fyrir Android-stýrikerfi.Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir íslenska máltækni ekki á neinum núllpunkti. Það þurfi þó ekki einungis að halda áfram að þróa hana, heldur einnig leggja áherslu á að koma henni í notkun í samfélaginu. „Það þarf að koma þessu inn hjá Ríkisútvarpinu og Stöð 2 til dæmis, sjálfvirkri textavél fyrir efni þeirra,“ segir Jón. „Það þarf að geta greint ræður á Alþingi, læknarnir okkar þurfa að geta „dikterað“ á íslensku. Þeir gætu einn daginn ákveðið að skipta yfir í sænsku eða ensku eða hvað sem þeim þykir þægilegast. Þannig að það er ekki nóg með að safna gögnum, ekki nóg með að hafa þekkinguna heldur þarf líka að koma tækninni til skila í iðnaðinum.“Textavélin Google Docs býður nú upp á þann möguleika að skrifa upp texta eftir töluðu íslensku máli. Hér fyrir neðan má sjá texta sem vélin hafði eftir blaðamanni Vísis en líkt og sést, er ekki hægt að nota greinarmerki sem stendur. Þá vantar nokkur orð úr máli blaðamanns.Tilraun blaðamanns Vísis til að láta Google Docs skrifa upp eftir sér.Úlfar telur að aukin raddstýring tækja muni koma fram á næstu tveimur árum, ekki einungis fyrir síma og sjónvörp heldur einnig fyrir ný stjórntæki sem ekki eru til enn, til dæmis tæki sem kveikja og slökkva á ljósum eða skipta um sjónvarpsrás. Hann segir það raunhæft að Íslendingar geti notað íslensku strax á fyrstu raddstýrðu heimilistækin sem þeir eignast og bendir á að Google býr nú þegar yfir búnaði sem skilur íslensku, raddgreininn sem áður var minnst á.Sjá einnig: Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Mestu máli skipti þó að íslenskan sé til sem valkostur hjá öllum tækjaframleiðendum. Hægt sé að tryggja það með því að taka búnað sem þegar er til í útlöndum, sem skilur íslensku, og tengja hann inn í búnað fyrirtækja hér á landi eða með því að þróa aðgengilegan búnað hér á landi sem hægt væri þá að bjóða fyrirtækjum á borð við Apple að koma fyrir í vörum þeirra. „En þar ættum við að fara hægt í að eyða peningum í að búa til eitthvað sem er rosa, rosa gott og frekar eyða peningum í að reyna að byggja upp skilning á tækninni og safna gögnum,“ segir Úlfar. „Vegna þess að tæknin er að þróast það hratt að eitthvað sem við búum til og höfum opið úreldist kannski á hálfu ári.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Aðgerðir um íslensku í upplýsingatækni á eftir áætlun Enn er ekki búið að skipa nefnd sem átti að skila tillögum 1. september. Prófessor í íslenskri málfræði segir mikilvægt að ráðast í verkið. 4. september 2014 09:00 Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér. 16. apríl 2015 10:00 Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google Google er á landinu til að þróa íslenska máltækni. 6. október 2015 07:45 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Aðgerðir um íslensku í upplýsingatækni á eftir áætlun Enn er ekki búið að skipa nefnd sem átti að skila tillögum 1. september. Prófessor í íslenskri málfræði segir mikilvægt að ráðast í verkið. 4. september 2014 09:00
Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér. 16. apríl 2015 10:00
Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google Google er á landinu til að þróa íslenska máltækni. 6. október 2015 07:45
Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent