Kristinn Jak: Fáum góðan dómara í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 13:00 Kristinn er bláklæddur í dag, eins og gefur að skilja. Vísir/E. Stefán Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12