Þjóðhetjan sem gerði ekki neitt: Það er kviknað í Will Grigg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2016 10:45 Will Grigg er ein skærasta stjarnan á EM í Frakklandi. Vísir/Getty „Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
„Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira