Lofum lónið stjórnarmaðurinn skrifar 22. júní 2016 11:00 Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira