Austurríska landsliðið: Skrekkur á stóra sviðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2016 07:00 David Alaba á æfingu með austurríska landsliðinu í París í gær. Vísir/EPA Austurríki, næsti mótherji Íslands í riðlakeppni EM 2016, er lið sem ýmsir sparkspekingar spáðu mjög góðu gengi á mótinu. Gælt var við að liðið gæti komið allra mest á óvart og jafnvel unnið sér sæti í undanúrslitunum. En það hefur ekki verið líklegt til þess. Austurríki var eitt allra besta liðið í undankeppninni. Það var í nokkuð erfiðum riðli með Svíþjóð, Svartfjallalandi og Rússlandi en gjörsamlega straujaði riðilinn með níu sigra, eitt jafntefli og ekkert tap. Austurríki skoraði 22 mörk og fékk aðeins á sig fimm. Það spilaði leiftrandi fótbolta nánast upp á leik og gerði til dæmis lítið úr Svíum á Vinavöllum í Stokkhólmi, 4-1, þar sem liðin virtust ekki vera að iðka sömu íþróttina. Austurríkismenn hafa verið að byggja upp fótboltann í heimalandinu og eru með gott lið. Það er nokkuð jafnt, duglegt, með mikla hlaupagetu, vel þjálfað en svo með algjöra ása uppi í erminni eins og David Alaba, Marko Arnautovic og Mark Janko, samherja Birkis Bjarnasonar hjá Basel. Í Frakklandi hefur liðið aftur á móti ekki litið vel út. Það var búið að skora í 22 fótboltaleikjum í röð áður en það kom á EM þar sem það er enn í leit að fyrsta markinu. Eftir glæsilega undankeppni virðist svo sannarlega vera skrekkur í Austurríkismönnum á stóra sviðinu. Stórmótasaga Austurríkis undanfarna áratugi er ekki glæsileg. Þetta er lið sem náði þriðja sæti á HM í Sviss 1954 og komst fjórum sinnum á HM frá 1978-1998. Síðan þá hefur Austurríki aðeins komist á eitt stórmót en það var EM 2008 þar sem það var sem gestgjafi og gerði ekki góða hluti. Austurríki á sinn góða leik inni líkt og Ísland en það er bara vonandi að hann láti áfram bíða eftir sér.David Alaba er frábær leikmaður.Vísir/EPAUnga ofurstjarnan týnd David Alaba, 23 ára gamall leikmaður Bayern München, er ekki bara besti leikmaður Austurríkis heldur sá langbesti. Þrátt fyrir að vera ekki eldri hefur hann verið kjörinn knattspyrnumaður Austurríkis fimm ár í röð. Hann er og verður aðalmaðurinn í þessu liði um ókomin ár. Alaba er frábær leikmaður sem er hægt og hljótt að verða einn allra besti spilari álfunnar. Það fer ekki jafn mikið fyrir honum og öðrum þar sem hann spilar 3-4 stöður hjá Bayern og gerir sína hluti án þess að vera með einhver læti. Hann er frábær sendingamaður og einnig geggjaður skotmaður þó hann sé reyndar mikið í því að smella boltanum í tréverkið. Sendingarnar hafa reyndar reynst honum erfiðar á mótinu sem er í takt við hvað austurríska liðið er að spila illa. Alaba hefur aðeins klárað 52 af 73 sendingum á mótinu eða 71 prósent. Það var búist við miklu af Alaba á EM en hann átti að keyra Austurríki langt á þessu móti. Þessi unga ofurstjarna virðist alveg týnd og er bara vonandi að hún finnist ekki fyrr en eftir leik Íslands og Austurríkis á Stade de France.Marcel Koller er þjálfari austurríska landsliðsins.Vísir/EPARainer Bortenschlager, blaðamaður á Kronen ZeitungByrjunarliðið hjá Austurríki er ráðgáta Rétt eins og íslensku þjálfararnir hafa gert hefur Marcel Koller stólað á nokkurn veginn sama byrjunarliðið og náð góðum árangri með það. En nú er hann í miklum vandræðum með að tefla fram sínu sterkasta liði á EM. Meiðsli hafa haft mikil áhrif og þær breytingar sem hann hefur þurft að gera hafa gengið illa upp. David Alaba spilar sem vinstri bakvörður hjá Bayern München og er vanalega djúpur á miðjunni hjá Austurríki. En eftir meiðsli Zlatko Junuzović hefur Alaba verið notaður sem tía og hann var slakur í því hlutverki gegn Portúgal. Við eigum heldur engan almennilegan framherja því að Marc Janko er meiddur. Það er með öllu óvíst hvort hann geti spilað leikinn í dag. Við teljum það þó líklegt enda er ljóst að gegn liði eins og Íslandi þurfum við öflugan mann í teignum. Íslenska vörnin hefur verið afar öflug á mótinu og Austurríki þarf að skora mark í þessum leik til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Þar fyrir utan er það mikil ráðgáta hvaða leikkerfi Marcel Koller ætlar að nota. Hvort hann ætli að setja meiri kraft í sóknarleikinn en áður, af fyrrnefndri ástæðu. Allt þetta leiðir til þess að byrjunarliðið er mikil ráðgáta og munu leikmenn ekki fá að vita það sjálfir fyrr en rétt fyrir leik. Margir Austurríkismenn óttuðust að þetta væri allt saman búið eftir tapið fyrir Ungverjalandi. En við vorum stálheppnir að ná jafntefli við Portúgal og eigum því enn möguleika í kvöld. Enda mun lið Austurríkis leggja allt í sölurnar í kvöld.Vísir/EPASögumoli Ísland og Austurríki hafa ekki mæst í leik í keppni í tæp 27 ár eða síðan að þau mættust tvisvar með tveggja mánaða millibili haustið 1989. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli í Laugardalnum þar sem Ísland átti að vinna en Austurríki vann seinni leikinn 2-1 og komst að lokum á HM 1990.Liðsfélagar keppast um að gera gott tímabil enn þá betra Liðsfélagarnir Birkir Bjarnason og Marc Janko mætast í dag með landsliðum sínum á Evrópumótinu í Frakklandi í gríðarlega mikilvægum leik á Stade de France en þeir gerðu góða hluti saman á nýloknu tímabili. Svissneska félagið fékk Birki frá Pescara á Ítalíu og Janko frá Sydney FC í Ástralíu og þeir áttu báðir mjög gott fyrsta tímabil með liðinu. Basel varð svissneskur meistari, Janko skoraði 16 mörk í deildinni og Birkir var með 10 mörk og 5 stoðsendingar. Þeir voru tveir af þremur markahæstu leikmönnum sem voru á sínu fyrsta tímabili í Sviss. Janko var í byrjunarliðinu í fyrsta leik en kom ekkert við í sögu í þeim síðasta vegna meiðsla. Birkir hefur aftur á móti spilað allar 180 mínútur íslenska liðsins og skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Austurríki, næsti mótherji Íslands í riðlakeppni EM 2016, er lið sem ýmsir sparkspekingar spáðu mjög góðu gengi á mótinu. Gælt var við að liðið gæti komið allra mest á óvart og jafnvel unnið sér sæti í undanúrslitunum. En það hefur ekki verið líklegt til þess. Austurríki var eitt allra besta liðið í undankeppninni. Það var í nokkuð erfiðum riðli með Svíþjóð, Svartfjallalandi og Rússlandi en gjörsamlega straujaði riðilinn með níu sigra, eitt jafntefli og ekkert tap. Austurríki skoraði 22 mörk og fékk aðeins á sig fimm. Það spilaði leiftrandi fótbolta nánast upp á leik og gerði til dæmis lítið úr Svíum á Vinavöllum í Stokkhólmi, 4-1, þar sem liðin virtust ekki vera að iðka sömu íþróttina. Austurríkismenn hafa verið að byggja upp fótboltann í heimalandinu og eru með gott lið. Það er nokkuð jafnt, duglegt, með mikla hlaupagetu, vel þjálfað en svo með algjöra ása uppi í erminni eins og David Alaba, Marko Arnautovic og Mark Janko, samherja Birkis Bjarnasonar hjá Basel. Í Frakklandi hefur liðið aftur á móti ekki litið vel út. Það var búið að skora í 22 fótboltaleikjum í röð áður en það kom á EM þar sem það er enn í leit að fyrsta markinu. Eftir glæsilega undankeppni virðist svo sannarlega vera skrekkur í Austurríkismönnum á stóra sviðinu. Stórmótasaga Austurríkis undanfarna áratugi er ekki glæsileg. Þetta er lið sem náði þriðja sæti á HM í Sviss 1954 og komst fjórum sinnum á HM frá 1978-1998. Síðan þá hefur Austurríki aðeins komist á eitt stórmót en það var EM 2008 þar sem það var sem gestgjafi og gerði ekki góða hluti. Austurríki á sinn góða leik inni líkt og Ísland en það er bara vonandi að hann láti áfram bíða eftir sér.David Alaba er frábær leikmaður.Vísir/EPAUnga ofurstjarnan týnd David Alaba, 23 ára gamall leikmaður Bayern München, er ekki bara besti leikmaður Austurríkis heldur sá langbesti. Þrátt fyrir að vera ekki eldri hefur hann verið kjörinn knattspyrnumaður Austurríkis fimm ár í röð. Hann er og verður aðalmaðurinn í þessu liði um ókomin ár. Alaba er frábær leikmaður sem er hægt og hljótt að verða einn allra besti spilari álfunnar. Það fer ekki jafn mikið fyrir honum og öðrum þar sem hann spilar 3-4 stöður hjá Bayern og gerir sína hluti án þess að vera með einhver læti. Hann er frábær sendingamaður og einnig geggjaður skotmaður þó hann sé reyndar mikið í því að smella boltanum í tréverkið. Sendingarnar hafa reyndar reynst honum erfiðar á mótinu sem er í takt við hvað austurríska liðið er að spila illa. Alaba hefur aðeins klárað 52 af 73 sendingum á mótinu eða 71 prósent. Það var búist við miklu af Alaba á EM en hann átti að keyra Austurríki langt á þessu móti. Þessi unga ofurstjarna virðist alveg týnd og er bara vonandi að hún finnist ekki fyrr en eftir leik Íslands og Austurríkis á Stade de France.Marcel Koller er þjálfari austurríska landsliðsins.Vísir/EPARainer Bortenschlager, blaðamaður á Kronen ZeitungByrjunarliðið hjá Austurríki er ráðgáta Rétt eins og íslensku þjálfararnir hafa gert hefur Marcel Koller stólað á nokkurn veginn sama byrjunarliðið og náð góðum árangri með það. En nú er hann í miklum vandræðum með að tefla fram sínu sterkasta liði á EM. Meiðsli hafa haft mikil áhrif og þær breytingar sem hann hefur þurft að gera hafa gengið illa upp. David Alaba spilar sem vinstri bakvörður hjá Bayern München og er vanalega djúpur á miðjunni hjá Austurríki. En eftir meiðsli Zlatko Junuzović hefur Alaba verið notaður sem tía og hann var slakur í því hlutverki gegn Portúgal. Við eigum heldur engan almennilegan framherja því að Marc Janko er meiddur. Það er með öllu óvíst hvort hann geti spilað leikinn í dag. Við teljum það þó líklegt enda er ljóst að gegn liði eins og Íslandi þurfum við öflugan mann í teignum. Íslenska vörnin hefur verið afar öflug á mótinu og Austurríki þarf að skora mark í þessum leik til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Þar fyrir utan er það mikil ráðgáta hvaða leikkerfi Marcel Koller ætlar að nota. Hvort hann ætli að setja meiri kraft í sóknarleikinn en áður, af fyrrnefndri ástæðu. Allt þetta leiðir til þess að byrjunarliðið er mikil ráðgáta og munu leikmenn ekki fá að vita það sjálfir fyrr en rétt fyrir leik. Margir Austurríkismenn óttuðust að þetta væri allt saman búið eftir tapið fyrir Ungverjalandi. En við vorum stálheppnir að ná jafntefli við Portúgal og eigum því enn möguleika í kvöld. Enda mun lið Austurríkis leggja allt í sölurnar í kvöld.Vísir/EPASögumoli Ísland og Austurríki hafa ekki mæst í leik í keppni í tæp 27 ár eða síðan að þau mættust tvisvar með tveggja mánaða millibili haustið 1989. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli í Laugardalnum þar sem Ísland átti að vinna en Austurríki vann seinni leikinn 2-1 og komst að lokum á HM 1990.Liðsfélagar keppast um að gera gott tímabil enn þá betra Liðsfélagarnir Birkir Bjarnason og Marc Janko mætast í dag með landsliðum sínum á Evrópumótinu í Frakklandi í gríðarlega mikilvægum leik á Stade de France en þeir gerðu góða hluti saman á nýloknu tímabili. Svissneska félagið fékk Birki frá Pescara á Ítalíu og Janko frá Sydney FC í Ástralíu og þeir áttu báðir mjög gott fyrsta tímabil með liðinu. Basel varð svissneskur meistari, Janko skoraði 16 mörk í deildinni og Birkir var með 10 mörk og 5 stoðsendingar. Þeir voru tveir af þremur markahæstu leikmönnum sem voru á sínu fyrsta tímabili í Sviss. Janko var í byrjunarliðinu í fyrsta leik en kom ekkert við í sögu í þeim síðasta vegna meiðsla. Birkir hefur aftur á móti spilað allar 180 mínútur íslenska liðsins og skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira