Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 22:34 Mynd/Samsett Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23
Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00