Ástþór: „Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 15:50 Ástþór Magnússon segist hafa áhyggjur af óheiðarlegum forsetaframboðum Vísir/Hanna „Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35
Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37
16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent