Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 14:37 Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé "fulltrúi valdaklíkunnar.“ Vísir/Ernir „Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35