Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Burak Yilmaz fagnar marki sínu. Vísir/EPA Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira