Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 11:00 Jon Snow í þrengingum. Mynd/HBO Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00
Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15
Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15