Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 20:45 Jamie Vardy á fleygiferð með boltann. Visir/Getty England endaði í öðru sæti B-riðils á EM í Frakklandi eftir markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í kvöld. Wales vann öruggan sigur á Rússlandi í hinum leik riðilsins og komst á toppinn. England mun því mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, riðli Íslands, í 16-liða úrslitum keppninnar. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils og spilar gegn Austurríki á miðvikudag. Englendingar stjórnuðu leiknum gegn Slóvakíu í kvöld frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir fengu mun fleiri opin færi í fyrri hálfleik og voru klaufar að fara ekki inn til búningsklefa með forystu. Jamie Vardy komst í gott færi eftir að hafa sloppið einn í gegn og Jordan Henderson átti einnig hættulegt skotfæri í fyrri hálfleik en Matus Kozacik varði vel í bæði skiptin. Englendingar voru þar að auki nálægt því að búa til hættuleg færi en síðasta sendingin sveik þá oft. Roy Hodgson gerði sex breytingar á byrjunarliði Englands frá síðasta leik og kom fyrirliðinn Wayne Rooney inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik. Dele Alli og Harry Kane komu einnig inn á en eftir því sem leið á leikinn varð varnarmúr Slóvakíu þykkari og þykkari. Englendingum gekk afar illa að koma boltanum inn í teig og skapa hættuleg færi. Varnarmenn Slóvakíu hentu sér ítrekað fyrir tilraunir Englendinga og reyndi lítið á Kozacik í marki Slóvakíu í síðari hálfleiknum. Besta færið fékk Alli en skot hans var varið á línu. Enskir áhorfendur voru magnaðir á Stade Geoffroy Guichard í kvöld og hvöttu sína menn óspart áfram, sérstaklega undir lok leiksins. En þrátt fyrir þennan góða stuðning náðu ensku leikmennirnir ekki að finna þann kraft sem þurfti til að brjóta vörn Slóvakíu á bak aftur. Slóvakía endar því með fjögur stig í riðlinum en hefði liðið tapað hefði legið ljóst fyrir að Ísland myndi duga jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslitin úr F-riðli. Enda fögnuðu Slóvakar vel og innilega í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
England endaði í öðru sæti B-riðils á EM í Frakklandi eftir markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í kvöld. Wales vann öruggan sigur á Rússlandi í hinum leik riðilsins og komst á toppinn. England mun því mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, riðli Íslands, í 16-liða úrslitum keppninnar. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils og spilar gegn Austurríki á miðvikudag. Englendingar stjórnuðu leiknum gegn Slóvakíu í kvöld frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir fengu mun fleiri opin færi í fyrri hálfleik og voru klaufar að fara ekki inn til búningsklefa með forystu. Jamie Vardy komst í gott færi eftir að hafa sloppið einn í gegn og Jordan Henderson átti einnig hættulegt skotfæri í fyrri hálfleik en Matus Kozacik varði vel í bæði skiptin. Englendingar voru þar að auki nálægt því að búa til hættuleg færi en síðasta sendingin sveik þá oft. Roy Hodgson gerði sex breytingar á byrjunarliði Englands frá síðasta leik og kom fyrirliðinn Wayne Rooney inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik. Dele Alli og Harry Kane komu einnig inn á en eftir því sem leið á leikinn varð varnarmúr Slóvakíu þykkari og þykkari. Englendingum gekk afar illa að koma boltanum inn í teig og skapa hættuleg færi. Varnarmenn Slóvakíu hentu sér ítrekað fyrir tilraunir Englendinga og reyndi lítið á Kozacik í marki Slóvakíu í síðari hálfleiknum. Besta færið fékk Alli en skot hans var varið á línu. Enskir áhorfendur voru magnaðir á Stade Geoffroy Guichard í kvöld og hvöttu sína menn óspart áfram, sérstaklega undir lok leiksins. En þrátt fyrir þennan góða stuðning náðu ensku leikmennirnir ekki að finna þann kraft sem þurfti til að brjóta vörn Slóvakíu á bak aftur. Slóvakía endar því með fjögur stig í riðlinum en hefði liðið tapað hefði legið ljóst fyrir að Ísland myndi duga jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslitin úr F-riðli. Enda fögnuðu Slóvakar vel og innilega í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira