Landsliðsfyrirliðinn mömmustrákur með leiðtogahæfileika frá unga aldri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 22:30 Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira