Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 19:30 Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Myndir voru teknar af veggjunum á heimili Arons Einars Gunnarssonar á Akureyri til að systkinin gætu leikið sér með bolta. Landsliðsfyrirliðinn keppir við unnustu sína í öllu, meira að segja í kapphlaupi upp stiga. Blaðamaður hitti dyggustu stuðningsmenn landsliðsfyrirliðans í Annecy í Frakklandi. Fjölskylda Arons Einars hefur dvalið í franska bænum eins og landsliðið á meðan á EM hefur staðið og ferðast þaðan í leikina. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór.Keppa í öllu Nú í seinni tíð er það Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons, sem sér landsliðsfyrirliðanum fyrir keppni utan vallar. „Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“ Foreldrarnir Gunnar og Jóna Emilía hafa alið upp landsmann í bæði handbolta, í tilfelli Arnórs Þórs, og fótbolta, í tilfelli Arons Einars. Hvert er leyndarmálið?Fylgdi strákunum eftir „Það er ósköp einfalt. Maður fylgdi þeim alltaf eftir. Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar. Eldri bróðir þeirra Arons og Arnórs hafi spilað stóran þátt enda alltaf að espa þá upp og gera at í þeim. Það voru bara íþróttir út í gegn. „Já, enda voru allar myndir teknar af veggjum. Maður leyfði þeim að djöflast inni á gangi, og það var bara bolti,“ segir Jóna Emilía. Öll fjölskyldan er bjartsýn fyrir lokaleikinn gegn Austurríki í París á miðvikudaginn. „Það er ógeðslega gaman að horfa á þessa gæja spila og ef við höldum áfram þá getum við alveg unnið þennan leik,“ segir Arnór Þór.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira