EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2016 08:00 Vopnaleitin var ströng hjá blaðamönnum en stuðningsmenn komust inn með blys og sprengjur. vísir/tom Vonbrigðin voru algjör eftir leikinn gegn Ungverjalandi í Marseille. Þvílík hörmung að missa af þessum þremur stigum og horfa á eftir Ungverjalandi líklega sigla inn í 16 liða úrslitin á meðan strákarnir okkar þurfa að ná úrslitin í gríðarlega erfiðum leik gegn Austurríki. Ekki hjálpaði til að þurfa að rölta heim á hótel frá Stade Vélodrome í gegnum gettóið sem okkur fjölmiðlamönnum var plantað. Þar þurftum við að ganga framhjá hverjum barnum á fætur öðrum þar sem Ungverjar hrópuðu: „Ria, ria, Hungaria,“ eins og þeir ættu ekkert eftir.Tómas Þór Þórðarson fylgir íslenska liðinu eftir í Frakklandi.vísir/stefánEkkert öryggir Stuðningsmenn Ungverja voru eins og úlfur í sauðargæru. Maður gerði ekki annað en að hrósa þeim í aðdraganda leiksins enda varð ég vitni að svona 400 atvikum þar sem Íslendingar og Ungverjar sungu saman eða létu taka mynd af sér saman við gömlu höfnina í miðbæ Marseille. Allt lék í lyndi. En þegar nær dró leik og mættu „ultras“ á svæðið á stemningin breyttist. Ungverjarnir virkuðu allt í einu stórhættulegir og ruddust með látum yfir öryggisgirðinu á Vélodrome. Þeir voru með blys og sprengjur í stúkunni og miðað við hættuna sem fylgir því að vera í Frakklandi get ég alveg sagt ykkur að það var ekki þægilegt að vera á vellinum þegar Ungverjarnir hentu í nokkrar sprengjur við jöfnunarmarkið. Þeir sem sjá um öryggismál við leikvanginn í Marseille geta alveg sjálfum sér um kennt. Gæslan þar var til skammar fyrir utan hjá blaðamönnum. Eina sem ég átti eftir var að fá tvo putta upp í æðri endann áður en mér var hleypt inn. Mesta öryggisgæslan var á blaðamönnum á meðan hver Ungverjinn á fætur öðrum smyglaði inn blysum og sprengjum.Ungverjar voru með blys og sprengjur.vísir/tomÉg elska Ísland Það kom ekkert á óvart þegar ég heyrði í vini mínum sem beið í hinni frægu röð fyrir utan völlinn sem stuðlaði að því að Íslendingarnir mættu alltof seint á völlinn. Þar klikkaði öryggisgæsla Marseille-manna svakalega og 100 Ungverjar komust inn á svæði Íslendinganna. Ekki var leitað í veski kærustu vinar míns, húfan ekki tekin af honum og öllum slétt sama á meðan í Saint-Étienne var tóbaksdollan hans opnuð. Öryggið var svo sannarlega ekki sett á oddinn í Marseille nema hvað varðar blaðamenn. Ég varð að að gjöra svo vel og skilja skammbyssuna mína eftir heima. Til að barga geðheilsunni og aðeins til að næra sig fyrir svefninn fór stór hluti fjölmiðlahópsins á einn fyndnasta pitsustað sögunnar; Pizza up! sem er um 15 mínútum frá Vélodrome-vellinum. Þar tók á móti okkur einhver ofpeppaðisti maður sögunnar sem er líklega búinn að loka staðnum núna og á leið til Ibiza í Adidas-gallanum sínum fyrir hagnaðinn þetta kvöld. „Ég elska Ísland,“ sagði hann við okkur þegar við sögðumst vera frá klakanum. Sex mínútum síðar sagði hann við einn Ungverja að hann elskaði Ungverjaland en sá hinn sami heyrði hvað hann sagði við okkur og benti honum á það. „Nei, nei, ég elska bæði löndin,“ sagði hann vel ferskur og hélt áfram að telja seðlana. Bestu kveðjur til Ibaza, vinur.Pizza up! var upplifun.vísir/tomNenni ekki heim Strákarnir okkar eiga fyrir höndum erfiðan leik gegn Austurríki á miðvikudaginn. Komist þeir ekki áfram á ég flug heim klukkan átta næsta morgun sem ég hef engan áhuga á að taka. Reyndar mun ég væntanlega breyta miðanum og eyða nokkrum dögum í París með vinum mínum ef svo fer. Þó mér þyki vænt um strákana mína vonast ég til að þurfa ekki að eyða tíma með þeim því það þýðir að strákarnir okkar verða úr leik. Mínir menn geta beðið. Okkar menn þurfa að koma sér áfram. Menn eru misbjartsýnir í blaðamannahópnum. Sumir eru byrjaðir að plana brottför heim á meðan aðrir dansa á skittles-regnbogum og ætla ekki einu sinni að pakka öllu draslinu með til Parísar. Það þarf alltaf kærleiksbirni í hverja ferð til að halda hinum kaldlynda Íslendingi á tánum. Birta og regnbogabörnin unnu alltaf á endanum grimma fólkið handan dalsins þar sem allt var svart-hvítt og allir í fýlu. Við treystum á að strákarnir okkar haldi sér í lit og verði með í útsláttarkeppninni. Ég nenni ekki heim.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Fyrir leik í Marseille.vísir/tom EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hamingjan breyttist í ógleði á einu augabragði í Marseille Ísland gerði sárgrætilegt jafntefli við Ungverjaland í Marseille á laugardag en jöfnunarmarkið kom undir lok leiksins og var sjálfsmark Birkis Más Sævarssonar. "Ég tek þetta bara á mig,“ sagði Birkir Már. 20. júní 2016 06:00 Heimir um ummæli Löw: Við viljum ekki vera léleg eftirlíking af Spáni "Ef að allir myndu spila eins myndu þeir sem eru með bestu einstaklingana allta vinna.“ 20. júní 2016 07:30 Eiður Smári: Vil ekki að þetta hætti "Þetta er eins og að fara í Disneyland í fyrsta skipti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um upplifun sína af EM í Frakklandi til þessa. 20. júní 2016 06:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira
Vonbrigðin voru algjör eftir leikinn gegn Ungverjalandi í Marseille. Þvílík hörmung að missa af þessum þremur stigum og horfa á eftir Ungverjalandi líklega sigla inn í 16 liða úrslitin á meðan strákarnir okkar þurfa að ná úrslitin í gríðarlega erfiðum leik gegn Austurríki. Ekki hjálpaði til að þurfa að rölta heim á hótel frá Stade Vélodrome í gegnum gettóið sem okkur fjölmiðlamönnum var plantað. Þar þurftum við að ganga framhjá hverjum barnum á fætur öðrum þar sem Ungverjar hrópuðu: „Ria, ria, Hungaria,“ eins og þeir ættu ekkert eftir.Tómas Þór Þórðarson fylgir íslenska liðinu eftir í Frakklandi.vísir/stefánEkkert öryggir Stuðningsmenn Ungverja voru eins og úlfur í sauðargæru. Maður gerði ekki annað en að hrósa þeim í aðdraganda leiksins enda varð ég vitni að svona 400 atvikum þar sem Íslendingar og Ungverjar sungu saman eða létu taka mynd af sér saman við gömlu höfnina í miðbæ Marseille. Allt lék í lyndi. En þegar nær dró leik og mættu „ultras“ á svæðið á stemningin breyttist. Ungverjarnir virkuðu allt í einu stórhættulegir og ruddust með látum yfir öryggisgirðinu á Vélodrome. Þeir voru með blys og sprengjur í stúkunni og miðað við hættuna sem fylgir því að vera í Frakklandi get ég alveg sagt ykkur að það var ekki þægilegt að vera á vellinum þegar Ungverjarnir hentu í nokkrar sprengjur við jöfnunarmarkið. Þeir sem sjá um öryggismál við leikvanginn í Marseille geta alveg sjálfum sér um kennt. Gæslan þar var til skammar fyrir utan hjá blaðamönnum. Eina sem ég átti eftir var að fá tvo putta upp í æðri endann áður en mér var hleypt inn. Mesta öryggisgæslan var á blaðamönnum á meðan hver Ungverjinn á fætur öðrum smyglaði inn blysum og sprengjum.Ungverjar voru með blys og sprengjur.vísir/tomÉg elska Ísland Það kom ekkert á óvart þegar ég heyrði í vini mínum sem beið í hinni frægu röð fyrir utan völlinn sem stuðlaði að því að Íslendingarnir mættu alltof seint á völlinn. Þar klikkaði öryggisgæsla Marseille-manna svakalega og 100 Ungverjar komust inn á svæði Íslendinganna. Ekki var leitað í veski kærustu vinar míns, húfan ekki tekin af honum og öllum slétt sama á meðan í Saint-Étienne var tóbaksdollan hans opnuð. Öryggið var svo sannarlega ekki sett á oddinn í Marseille nema hvað varðar blaðamenn. Ég varð að að gjöra svo vel og skilja skammbyssuna mína eftir heima. Til að barga geðheilsunni og aðeins til að næra sig fyrir svefninn fór stór hluti fjölmiðlahópsins á einn fyndnasta pitsustað sögunnar; Pizza up! sem er um 15 mínútum frá Vélodrome-vellinum. Þar tók á móti okkur einhver ofpeppaðisti maður sögunnar sem er líklega búinn að loka staðnum núna og á leið til Ibiza í Adidas-gallanum sínum fyrir hagnaðinn þetta kvöld. „Ég elska Ísland,“ sagði hann við okkur þegar við sögðumst vera frá klakanum. Sex mínútum síðar sagði hann við einn Ungverja að hann elskaði Ungverjaland en sá hinn sami heyrði hvað hann sagði við okkur og benti honum á það. „Nei, nei, ég elska bæði löndin,“ sagði hann vel ferskur og hélt áfram að telja seðlana. Bestu kveðjur til Ibaza, vinur.Pizza up! var upplifun.vísir/tomNenni ekki heim Strákarnir okkar eiga fyrir höndum erfiðan leik gegn Austurríki á miðvikudaginn. Komist þeir ekki áfram á ég flug heim klukkan átta næsta morgun sem ég hef engan áhuga á að taka. Reyndar mun ég væntanlega breyta miðanum og eyða nokkrum dögum í París með vinum mínum ef svo fer. Þó mér þyki vænt um strákana mína vonast ég til að þurfa ekki að eyða tíma með þeim því það þýðir að strákarnir okkar verða úr leik. Mínir menn geta beðið. Okkar menn þurfa að koma sér áfram. Menn eru misbjartsýnir í blaðamannahópnum. Sumir eru byrjaðir að plana brottför heim á meðan aðrir dansa á skittles-regnbogum og ætla ekki einu sinni að pakka öllu draslinu með til Parísar. Það þarf alltaf kærleiksbirni í hverja ferð til að halda hinum kaldlynda Íslendingi á tánum. Birta og regnbogabörnin unnu alltaf á endanum grimma fólkið handan dalsins þar sem allt var svart-hvítt og allir í fýlu. Við treystum á að strákarnir okkar haldi sér í lit og verði með í útsláttarkeppninni. Ég nenni ekki heim.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Fyrir leik í Marseille.vísir/tom
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hamingjan breyttist í ógleði á einu augabragði í Marseille Ísland gerði sárgrætilegt jafntefli við Ungverjaland í Marseille á laugardag en jöfnunarmarkið kom undir lok leiksins og var sjálfsmark Birkis Más Sævarssonar. "Ég tek þetta bara á mig,“ sagði Birkir Már. 20. júní 2016 06:00 Heimir um ummæli Löw: Við viljum ekki vera léleg eftirlíking af Spáni "Ef að allir myndu spila eins myndu þeir sem eru með bestu einstaklingana allta vinna.“ 20. júní 2016 07:30 Eiður Smári: Vil ekki að þetta hætti "Þetta er eins og að fara í Disneyland í fyrsta skipti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um upplifun sína af EM í Frakklandi til þessa. 20. júní 2016 06:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira
Hamingjan breyttist í ógleði á einu augabragði í Marseille Ísland gerði sárgrætilegt jafntefli við Ungverjaland í Marseille á laugardag en jöfnunarmarkið kom undir lok leiksins og var sjálfsmark Birkis Más Sævarssonar. "Ég tek þetta bara á mig,“ sagði Birkir Már. 20. júní 2016 06:00
Heimir um ummæli Löw: Við viljum ekki vera léleg eftirlíking af Spáni "Ef að allir myndu spila eins myndu þeir sem eru með bestu einstaklingana allta vinna.“ 20. júní 2016 07:30
Eiður Smári: Vil ekki að þetta hætti "Þetta er eins og að fara í Disneyland í fyrsta skipti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um upplifun sína af EM í Frakklandi til þessa. 20. júní 2016 06:45