Erlent

Íþróttastjarna deyr vegna eigin slysaskots á bílasölu

Finnur Thorlacius skrifar
Zurlon Tipton dó vegna skots úr eigin byssu.
Zurlon Tipton dó vegna skots úr eigin byssu.
Zurlon Tipton Jr., fyrrum leikmaður Indiana Colts í amerískum fótbolta, er nú látinn eftir að hafa orðið fyrir byssuskoti úr eigin byssu er hann var að forfæra tösku milli bíla, en hún innihélt tvær byssur í hans eigu. Við það hljóp skot úr byssunni sem varð honum að bana.

Hann var staddur á bílasölu og var að láta laga leka í sjálfskiptingu bíls sem hann hafði keypt hjá bílasölunni. Tipton var komið til hjálpar af starfsmanni bílasölunnar en lést af völdum skotsins á spítala. Óljóst er reyndar hvort þessar byssur voru í eigu Tipton og er lögreglan að rannsaka málið, sem meðhöndlað er sem slys.

Tipton var frægur fyrir löng hlaup sín og náði einu leiktímabili þar sem hann hljóp yfir 1.500 yarda fyrir Central Michican University á leið sinni að titlinum í Little Caesars Bowl. Í kjölfar þess var hann valinn í nýliðavali til Indiana Colts og spilaði hann tvö leiktímabil með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×