Rétt að halda öllum kostum opnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 13:13 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ásamt Miroslav Lajcák, utanríkisráðherra Slóvakíu, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Lajcák er einnig í framboði til embættis aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Mynd/UTN Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri. Brexit Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri.
Brexit Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira