Pogba: Gerðum þetta af virðingu fyrir Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 12:08 Paul Pogba fagnar með víkingaklappinu eftir leik með félögum sínum í franska landsliðinu. Vísir/EPA Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira