Smá klikkun í lífinu er bara til að krydda það Magnús Guðmundsson skrifar 8. júlí 2016 12:00 Friðrik Rafnsson þýðandi bókarinnar Löður daganna eftir Boris Vian. Visir/Anton Brink Tvennt skiptir máli og annað ekki: annars vegar er það ástin, það segir sig sjálft, sætar stelpur, og hins vegar tónlist frá New Orleans eða eftir Duke Ellington. Allt annað er ljótt og má því missa sig.“ Þessi orð úr formála franska rithöfundarins Boris Vian að verkinu Löður daganna, fanga í senn lífsgleði og kjarna þessarar einstöku skáldsögu. Löður daganna kom fyrst út í umróti eftirstríðsáranna og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála, kvikmynduð, teiknuð og elskuð en nú í vor rataði hún fyrst í hendur íslenskra í snilldarþýðingu Friðriks Rafnssonar.Slær í gegn post mortem Það er í raun umhugsunarefni hversu langan tíma það hefur tekið fyrir þessa merku bók að rata í íslenska þýðingu enda má vel finna við lesturinn hversu mikil áhrif hún hefur haft á bókmenntir síðustu áratuga. Friðrik bendir á að bókinni hafi einnig á ákveðinn hátt verið seint tekið í Frakklandi, en Löður daganna kom fyrst út í París árið 1947. „Vian skrifaði þessa bók inn í andrúmsloft þar sem menn eru enn að jafna sig eftir stríðsátökin og lífið um margt erfitt enn þá. Á sama tíma er þetta verk líka ákveðið svar við þeim drunga sem hangir yfir frönsku samfélagi. Svarið er í leiknum, gleðinni, birtunni og lífskraftinum sem er að finna í verkinu og kannski voru móttökuskilyrðin einfaldlega ekki fyrir hendi. Að auki þá rís þessi bók gegn valdinu og Vian leikur sér ákaflega frjálslega að tungumálinu sem gerði það kannski að almenningur kveikti ekki á henni alveg strax þó svo bókmennta- og listakreðsan hafi hins vegar gert það um leið. Bókin er svo endurútgefin árið 1963 og þá eru ákaflega breyttir tímar. Frjálslyndisstefnan að byrja að verða til og gríðarleg deigla til staðar á sjöunda áratugnum, í kynlífsmálum, tónlist og fleiru. Þá verður Vian svona „cult“ höfundur sem nær svo hámarki í kringum 1968 þegar hann verður hreinlega átrúnaðargoð en því miður post mortem því hann lést 1959 og varð aldrei vitni að velgegni þessarar bókar.Djass og dauðans angist Í Löðri daganna segir frá tveimur ungum pörum og einkaþjóni annars unga mannsins í París eftirstríðsáranna. Lífið er leikur, glaumur og gleði en svo veikist önnur unga konan af dularfullum og ólæknandi sjúkdómi og þá breytist allt. Lífið og samfélagið verður svart og grimmt eftir því sem peningarnir þverra og litrík útópían, sem ólgar af djassi og fjöri, verður að dystópíu. „Já, þessi bók er líka mjög grimm. Það má kannski líkja þessu við trúðinn sem brosir í aðra röndina og grætur í hina. Það er mjög stutt frá fölskvalausri gleði og lífsleik yfir í dauðaangistina. Eins og fólk þekkir sjálft þegar það er mjög hamingjusamt þá er um leið til staðar einhvers konar ótti við að þetta vari ekki og það er kannski eitt af þemum bókarinnar en allt er þetta soldið karnivalískt en húmorinn er heldur aldrei langt undan. Þetta er bók sem hefur haft áhrif um allan heim og er sprelllifandi. Það er svo gaman hvernig nýjar kynslóðir sækja í þessa bók og ég held að stór hluti af því sé hversu afslappaður og skemmtilegur Vian er og að fólk getur farið í þetta alveg óhrætt. Þessi bók er ekki erfið lestrar en auðvitað er hún soldið skrítin og fólk þarf aðeins að stilla sig inn á hvernig tungumálið er leyst upp. En eins og er með mörg góð listaverk og góðar bækur þá er það þannig þegar maður er búinn að aðlaga sig og kominn inn í heim verksins, þá fær maður það margfalt til baka.“ Myndlistin, tónlistin, vísindin og margt fleira er alltaf skammt undan í Löðri daganna og Friðrik segir að það sé í raun ákveðinn endurómur af þessum fjölhæfa og merka höfundi. „Vian var ofboðsleg fjölhæfur maður. Verkfræðingur að mennt, frábær tónlistarmaður, málaði, teiknaði og var svona heimspekingur í aðra röndina. Í honum er að finna lífið í öllum sínum víddum og þetta er verk um lífsnautnina og lífsgleðina og þar á meðal er auðvitað að njóta góðra lista.“Tungumálið og smá klikkun Í Löðri daganna leikur Boris Vian sér ákaflega mikið að tungumálinu og að þýða slíkt verk hlýtur að vera bæði erfitt og flókið en um það segir Friðrik einfaldlega: „Ég er nú bara þannig að það sem er skemmtilegt er ekki erfitt. Mig hefur langað til þess að þýða þessa bók síðan 1981 eða 82 þegar ég var við nám í Frakklandi og las hana fyrst. Ég þýddi leikrit eftir Vian 1989 sem leikhópurinn Þíbylja setti upp og heitir Að byggja sér veldi eða smúrtsinn og þá fékk ég aðeins að kynnast því hvernig hann leikur sér. Það eru svo allmörg ár síðan ég fór að máta mig við hana og svo hafðist þetta loks. Auðvitað eru svona orðaleikir og húmor eitthvað sem getur verið erfitt að flytja á milli tungumála og menningarsvæða en það er líka ákaflega gefandi ef það hefur tekist þó svo ég viti minnst um það. En þetta er bæði snúið og skemmtilegt. Margir íslenskir höfundar hafa orðið fyrir miklum áhrifum af verkum hans og þessu mikla frelsi sem er að finna í meðferð tungumálsins. Slíkt er erfitt að þýða og eins og einn ágætur vinur minn sagði: „Ég vissi ekki að þú værir nógu brjálaður til þess að þýða þessa bók.“ Kannski að aðrir þýðendur séu bara svona skynsamir en ætli svona smá klikkun í lífinu sé ekki bara til þess að krydda það.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júlí 2016. Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Tvennt skiptir máli og annað ekki: annars vegar er það ástin, það segir sig sjálft, sætar stelpur, og hins vegar tónlist frá New Orleans eða eftir Duke Ellington. Allt annað er ljótt og má því missa sig.“ Þessi orð úr formála franska rithöfundarins Boris Vian að verkinu Löður daganna, fanga í senn lífsgleði og kjarna þessarar einstöku skáldsögu. Löður daganna kom fyrst út í umróti eftirstríðsáranna og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála, kvikmynduð, teiknuð og elskuð en nú í vor rataði hún fyrst í hendur íslenskra í snilldarþýðingu Friðriks Rafnssonar.Slær í gegn post mortem Það er í raun umhugsunarefni hversu langan tíma það hefur tekið fyrir þessa merku bók að rata í íslenska þýðingu enda má vel finna við lesturinn hversu mikil áhrif hún hefur haft á bókmenntir síðustu áratuga. Friðrik bendir á að bókinni hafi einnig á ákveðinn hátt verið seint tekið í Frakklandi, en Löður daganna kom fyrst út í París árið 1947. „Vian skrifaði þessa bók inn í andrúmsloft þar sem menn eru enn að jafna sig eftir stríðsátökin og lífið um margt erfitt enn þá. Á sama tíma er þetta verk líka ákveðið svar við þeim drunga sem hangir yfir frönsku samfélagi. Svarið er í leiknum, gleðinni, birtunni og lífskraftinum sem er að finna í verkinu og kannski voru móttökuskilyrðin einfaldlega ekki fyrir hendi. Að auki þá rís þessi bók gegn valdinu og Vian leikur sér ákaflega frjálslega að tungumálinu sem gerði það kannski að almenningur kveikti ekki á henni alveg strax þó svo bókmennta- og listakreðsan hafi hins vegar gert það um leið. Bókin er svo endurútgefin árið 1963 og þá eru ákaflega breyttir tímar. Frjálslyndisstefnan að byrja að verða til og gríðarleg deigla til staðar á sjöunda áratugnum, í kynlífsmálum, tónlist og fleiru. Þá verður Vian svona „cult“ höfundur sem nær svo hámarki í kringum 1968 þegar hann verður hreinlega átrúnaðargoð en því miður post mortem því hann lést 1959 og varð aldrei vitni að velgegni þessarar bókar.Djass og dauðans angist Í Löðri daganna segir frá tveimur ungum pörum og einkaþjóni annars unga mannsins í París eftirstríðsáranna. Lífið er leikur, glaumur og gleði en svo veikist önnur unga konan af dularfullum og ólæknandi sjúkdómi og þá breytist allt. Lífið og samfélagið verður svart og grimmt eftir því sem peningarnir þverra og litrík útópían, sem ólgar af djassi og fjöri, verður að dystópíu. „Já, þessi bók er líka mjög grimm. Það má kannski líkja þessu við trúðinn sem brosir í aðra röndina og grætur í hina. Það er mjög stutt frá fölskvalausri gleði og lífsleik yfir í dauðaangistina. Eins og fólk þekkir sjálft þegar það er mjög hamingjusamt þá er um leið til staðar einhvers konar ótti við að þetta vari ekki og það er kannski eitt af þemum bókarinnar en allt er þetta soldið karnivalískt en húmorinn er heldur aldrei langt undan. Þetta er bók sem hefur haft áhrif um allan heim og er sprelllifandi. Það er svo gaman hvernig nýjar kynslóðir sækja í þessa bók og ég held að stór hluti af því sé hversu afslappaður og skemmtilegur Vian er og að fólk getur farið í þetta alveg óhrætt. Þessi bók er ekki erfið lestrar en auðvitað er hún soldið skrítin og fólk þarf aðeins að stilla sig inn á hvernig tungumálið er leyst upp. En eins og er með mörg góð listaverk og góðar bækur þá er það þannig þegar maður er búinn að aðlaga sig og kominn inn í heim verksins, þá fær maður það margfalt til baka.“ Myndlistin, tónlistin, vísindin og margt fleira er alltaf skammt undan í Löðri daganna og Friðrik segir að það sé í raun ákveðinn endurómur af þessum fjölhæfa og merka höfundi. „Vian var ofboðsleg fjölhæfur maður. Verkfræðingur að mennt, frábær tónlistarmaður, málaði, teiknaði og var svona heimspekingur í aðra röndina. Í honum er að finna lífið í öllum sínum víddum og þetta er verk um lífsnautnina og lífsgleðina og þar á meðal er auðvitað að njóta góðra lista.“Tungumálið og smá klikkun Í Löðri daganna leikur Boris Vian sér ákaflega mikið að tungumálinu og að þýða slíkt verk hlýtur að vera bæði erfitt og flókið en um það segir Friðrik einfaldlega: „Ég er nú bara þannig að það sem er skemmtilegt er ekki erfitt. Mig hefur langað til þess að þýða þessa bók síðan 1981 eða 82 þegar ég var við nám í Frakklandi og las hana fyrst. Ég þýddi leikrit eftir Vian 1989 sem leikhópurinn Þíbylja setti upp og heitir Að byggja sér veldi eða smúrtsinn og þá fékk ég aðeins að kynnast því hvernig hann leikur sér. Það eru svo allmörg ár síðan ég fór að máta mig við hana og svo hafðist þetta loks. Auðvitað eru svona orðaleikir og húmor eitthvað sem getur verið erfitt að flytja á milli tungumála og menningarsvæða en það er líka ákaflega gefandi ef það hefur tekist þó svo ég viti minnst um það. En þetta er bæði snúið og skemmtilegt. Margir íslenskir höfundar hafa orðið fyrir miklum áhrifum af verkum hans og þessu mikla frelsi sem er að finna í meðferð tungumálsins. Slíkt er erfitt að þýða og eins og einn ágætur vinur minn sagði: „Ég vissi ekki að þú værir nógu brjálaður til þess að þýða þessa bók.“ Kannski að aðrir þýðendur séu bara svona skynsamir en ætli svona smá klikkun í lífinu sé ekki bara til þess að krydda það.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júlí 2016.
Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira