Viðskipti innlent

Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sænski fatarisinn er á leið til Íslands.
Sænski fatarisinn er á leið til Íslands. Vísir/Getty
Stefnt er að því að opna verslun fatarisans H&M í Kringlunni á næsta ári. Samningaviðræður þess efnis hafa staðið yfir að undanförnu á milli Reita fasteignafélags, Kringlunnar og H&M.

Sjá einnig:Reiknar með sambærilegu verði í H&M á Íslandi

Viðræðunum er ekki lokið en áætlað er að þeim ljúki á næstu vikum og stefnt er að því að verslunin opni á síðari hluta ársins 2017.

Nú þegar er stefnt að opnun tveggja verslanna frá fatakeðjunni H&M á Íslandi en tilkynnt var í dag um að opnaðar yrði búðir í Smáralind og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur árin 2017 og 2018.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×