Flestir kannast við Pokémon verurnar sem tröllriðu öllu hér um aldamótin. Verurnar gengu nýlega í endurnýjun lífdaga með smáforriti fyrir síma.
Í gær kom tölvuleikurinn Pokémon Go út. Leikurinn er spilaður í gegnum síma. Síminn nemur staðsetningu þína og getur þú rambað á Pokémona í umhverfi þínu og einnig barist við aðra spilara í nágrenni þínu.
Þetta ráp leikmanna inn og út úr stöðinni hefur haft truflandi áhrif á starfsemi stöðvarinnar. Því greip starfsfólk stöðvarinnar til þess ráð að skrifa stöðuuppfærslu þar sem fram kemur að ekki sé nauðsynlegt að fara inn á stöðina. Það að standa fyrir utan hana, eða bíða í bíl fyrir utan, geri nákvæmlega sama gagn.
Sem stendur er Pokémon Go aðgengilegur Androis og iOs notendum í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Japan. Óvíst er hvort, og þá hvenær, hann verður aðgengilegur á Íslandi.
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir leikinn.