Breytir lífi ungmenna á hjólum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. júlí 2016 07:00 Þorvaldur með góðum hópi í blíðskaparveðri í Siglunesi í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Samfélag Ungmenni í hópnum Hjólakrafti hafa náð eftirtektarverðum árangri. „Starfsemi hjólakrafts gengur út á að fá ungt fólk til að gera, frekar en gera ekki,“ segir Þorvaldur Daníelsson sem stofnaði samtökin árið 2014 fyrir börn og unglinga sem hafa háð baráttu við lífsstílssjúkdóma. Upphaflega voru samtökin í samstarfi við Heilsuskóla Landspítalans, þangað sem fjölskyldur ungmenna, sem glíma við ofþyngd eða vanlíðan tengda hreyfingarleysi, leita. Hugmyndin með Hjólakrafti var sú að virkja ungmenni til betra lífs og kynna hjólaíþróttina fyrir þeim sem höfðu ekki fundið sig í öðrum íþróttum. „Ég hef fengið til liðs við mig ungt fólk sem hefur áhuga á hjólreiðum, vill spreyta sig en hefur kannski ekki fengið tækifæri til þess. En líka ungmenni sem hafa ekki áhuga á neinu og hafa jafnvel aldrei verið í íþróttum. Við vinnum svo saman í því að finna tilgang,“ segir Þorvaldur.Starf um allt land Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og á tveimur árum hefur starfsemi samtakanna Hjólakrafts breiðst um landið. Nú heldur Þorvaldur námskeið fyrir börn og unglinga í samstarfi við hina ýmsu aðila, svo sem bæjarfélög, skóla og foreldrafélög. Þorvaldur er með hjólahópa á Egilsstöðum, Selfossi, Grindavík, Sandgerði, Garði, Gufunesbæ og opinn hóp í Reykjavík. Þá er Þorvaldur í samstarfi við Norðlingaskóla. WOW Cyclothon í ár var til styrktar uppbyggingu Hjólakrafts og hann heldur því áfram uppbyggingu sinni. Þorvaldur leitast við að hvetja ungmennin í Hjólakrafti áfram og styðja þau. „Fyrst þegar Hjólakraftur keppti í Wow Cyclothoninu vorum við í samstarfi við Heilsuskólann en mig langaði svo að þróa verkefnið áfram og bjóða fleiri velkomna. Það hefur gengið gríðarlega vel og allir eru í raun velkomnir að koma og vera með,“ segir hann. Þorvaldur segir stuðning foreldra skipta miklu máli í því hvernig til tekst. „Þegar foreldrar styðja vel við börn sín, þá gengur betur. Enn betur þegar þeir standa upp af hliðarlínunni og taka þátt sjálfir. Ég er með heilu fjölskyldurnar sem hafa verið að taka alls kyns áskorunum og þykir sjálfum sem þau hafi breytt lífi sínu til hins betra.“Tengslin dýrmæt „Fólk trúir vart árangrinum sem ungmenni og fjölskyldur þeirra hafa náð. Það er svo margt sem gerist. Það myndast tengsl. Tengslin eru okkur öllum svo dýrmæt og tilfinningin að tilheyra,“ segir Þorvaldur sem leggur mikið upp úr samstöðu í Hjólakrafti. „Við erum öll eins klædd, það eyðir öllum mun ef hann er þá til staðar. Við höfum líka fengið aðstoð frá hjólreiðaversluninni Erninum og því hefur þetta gengið eins og í sögu,“ segir hann. Þorvaldur þekkir það sjálfur að venda kvæði sínu í kross og takast á við erfiðleika. Hann missti eiginkonu sína fyrir sjö árum og hefur síðan þá vandað sig við að vera börnum sínum fyrirmynd. „Og reyndar mér sjálfum. Eftir að kona mín veiktist þá varð ég framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti, ég bætti líka við mig námi og tók MBA-gráðu í HR á síðasta ári. Í Krafti var Hjólakraftur stofnaður. Nú er þetta mitt aðalstarf og er lífsviðurværi mitt og barna minna.“ Með Þorvaldi starfar einnig fjöldi fólks sem leggur honum og ungmennunum lið. „Þetta er úrvalslið stuðningsmanna sem vill aðstoða þessa krakka, í hjólaferðum okkar hafa ferðast með sálfræðingar, félagsfræðingar, sjúkraflutningamenn og atvinnubílstjórar. Þá hefur Lukka á veitingastaðnum Happ einnig lagt okkur lið. Næsta vetur verð ég í samstarfi við Icelandic Health Symposium sem ætlar að fræða okkur um næringuna okkar og svo ætlar vinur minn, Tolli Morthens, að koma að málum með mér og fara með okkur í alls kyns vinnu eins og hugleiðslu og slíkt. Hugmyndin að baki Hjólakrafti er að þróast – þetta er ekki komið á neina endastöð. Þetta er gefandi á allan hátt og ég er sjálfur að læra helling á þessu og er að þróa þetta eftir því sem tíminn líður,“ segir Þorvaldur. Wow Cyclothon Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Samfélag Ungmenni í hópnum Hjólakrafti hafa náð eftirtektarverðum árangri. „Starfsemi hjólakrafts gengur út á að fá ungt fólk til að gera, frekar en gera ekki,“ segir Þorvaldur Daníelsson sem stofnaði samtökin árið 2014 fyrir börn og unglinga sem hafa háð baráttu við lífsstílssjúkdóma. Upphaflega voru samtökin í samstarfi við Heilsuskóla Landspítalans, þangað sem fjölskyldur ungmenna, sem glíma við ofþyngd eða vanlíðan tengda hreyfingarleysi, leita. Hugmyndin með Hjólakrafti var sú að virkja ungmenni til betra lífs og kynna hjólaíþróttina fyrir þeim sem höfðu ekki fundið sig í öðrum íþróttum. „Ég hef fengið til liðs við mig ungt fólk sem hefur áhuga á hjólreiðum, vill spreyta sig en hefur kannski ekki fengið tækifæri til þess. En líka ungmenni sem hafa ekki áhuga á neinu og hafa jafnvel aldrei verið í íþróttum. Við vinnum svo saman í því að finna tilgang,“ segir Þorvaldur.Starf um allt land Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og á tveimur árum hefur starfsemi samtakanna Hjólakrafts breiðst um landið. Nú heldur Þorvaldur námskeið fyrir börn og unglinga í samstarfi við hina ýmsu aðila, svo sem bæjarfélög, skóla og foreldrafélög. Þorvaldur er með hjólahópa á Egilsstöðum, Selfossi, Grindavík, Sandgerði, Garði, Gufunesbæ og opinn hóp í Reykjavík. Þá er Þorvaldur í samstarfi við Norðlingaskóla. WOW Cyclothon í ár var til styrktar uppbyggingu Hjólakrafts og hann heldur því áfram uppbyggingu sinni. Þorvaldur leitast við að hvetja ungmennin í Hjólakrafti áfram og styðja þau. „Fyrst þegar Hjólakraftur keppti í Wow Cyclothoninu vorum við í samstarfi við Heilsuskólann en mig langaði svo að þróa verkefnið áfram og bjóða fleiri velkomna. Það hefur gengið gríðarlega vel og allir eru í raun velkomnir að koma og vera með,“ segir hann. Þorvaldur segir stuðning foreldra skipta miklu máli í því hvernig til tekst. „Þegar foreldrar styðja vel við börn sín, þá gengur betur. Enn betur þegar þeir standa upp af hliðarlínunni og taka þátt sjálfir. Ég er með heilu fjölskyldurnar sem hafa verið að taka alls kyns áskorunum og þykir sjálfum sem þau hafi breytt lífi sínu til hins betra.“Tengslin dýrmæt „Fólk trúir vart árangrinum sem ungmenni og fjölskyldur þeirra hafa náð. Það er svo margt sem gerist. Það myndast tengsl. Tengslin eru okkur öllum svo dýrmæt og tilfinningin að tilheyra,“ segir Þorvaldur sem leggur mikið upp úr samstöðu í Hjólakrafti. „Við erum öll eins klædd, það eyðir öllum mun ef hann er þá til staðar. Við höfum líka fengið aðstoð frá hjólreiðaversluninni Erninum og því hefur þetta gengið eins og í sögu,“ segir hann. Þorvaldur þekkir það sjálfur að venda kvæði sínu í kross og takast á við erfiðleika. Hann missti eiginkonu sína fyrir sjö árum og hefur síðan þá vandað sig við að vera börnum sínum fyrirmynd. „Og reyndar mér sjálfum. Eftir að kona mín veiktist þá varð ég framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti, ég bætti líka við mig námi og tók MBA-gráðu í HR á síðasta ári. Í Krafti var Hjólakraftur stofnaður. Nú er þetta mitt aðalstarf og er lífsviðurværi mitt og barna minna.“ Með Þorvaldi starfar einnig fjöldi fólks sem leggur honum og ungmennunum lið. „Þetta er úrvalslið stuðningsmanna sem vill aðstoða þessa krakka, í hjólaferðum okkar hafa ferðast með sálfræðingar, félagsfræðingar, sjúkraflutningamenn og atvinnubílstjórar. Þá hefur Lukka á veitingastaðnum Happ einnig lagt okkur lið. Næsta vetur verð ég í samstarfi við Icelandic Health Symposium sem ætlar að fræða okkur um næringuna okkar og svo ætlar vinur minn, Tolli Morthens, að koma að málum með mér og fara með okkur í alls kyns vinnu eins og hugleiðslu og slíkt. Hugmyndin að baki Hjólakrafti er að þróast – þetta er ekki komið á neina endastöð. Þetta er gefandi á allan hátt og ég er sjálfur að læra helling á þessu og er að þróa þetta eftir því sem tíminn líður,“ segir Þorvaldur.
Wow Cyclothon Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira