Lífið

Fyndnustu augnablikin á EM 2016

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið keppni í Evrópumeistaramótinu í fótbolta eru enn fjórir leikir eftir. Nú hefur keppnin staðið yfir í rúmar þrjár vikur og margt gerst á mótinu, bæði utan vallar og innan, sem þykir skemmtilegt. Nokkrir sniðugir netverjar hafa safnað saman fyndnustu augnablikunum frá þessari keppni og má sjá þau hér að ofan í meðfylgjandi myndbandi.

Eitt af því sem er þema í gegnum myndbandið er það sem virðist vera undarleg árátta Joachim Löw landsliðsþjálfara þýska liðsins að setja hendur inn á brækur sínar og þefa svo af. Hann er greinilega ekki að átta sig á því að á honum séu myndavélar allan tímann sem leikirnir eru í gangi.

Það er greinilega eitthvað grunsamlegt að gerast í brókinni hjá Löw á EM.


Tengdar fréttir

Ungfrú EM er enn í fullu fjöri þó strákarnir séu komnir heim

Þó svo íslenska karlalandsliðið hafi lokið þátttöku sinni á EM hefur ungfrú EM nóg að gera. "Það elska allir Ísland,“ segir Arna Ýr, pakkfull af þjóðarstolti. Hún hefur vart undan að veita eiginhandaráritanir og veifa úr skrú

Sögulok á Stade de France

Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×