Liðið heyrði á opinni tveggja hæða rútu um miðbæinn áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu.
Að endingu gerði fólk það sem það hefur orðið heimsfrægt fyrir á síðustu dögum og vikum, hlaðið var í klappið góða sem við fengum lánað frá Motherwell. Hver einasta sála á Arnarhóli lét í sér heyra.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Arnarholl, Reykjavik, Iceland. 4th July 2016. Ég er kominn heim. #ISL pic.twitter.com/rC2j7UrrNP
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 4, 2016