Sport

Sjáðu mannhafið á Arnarhóli „víkingaklappa“ með landsliðinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það var ekki auður blettur á Arnarhóli.
Það var ekki auður blettur á Arnarhóli. mynd/rúv íþróttir
Þúsundir, og eflaust var fjöldinn hátt í tuttuguþúsund manns, voru saman komin á Arnarhóli í kvöld til að taka á móti karlalandsliðinu þegar það sneri heim eftir Evrópumótið.

Liðið heyrði á opinni tveggja hæða rútu um miðbæinn áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu.

Að endingu gerði fólk það sem það hefur orðið heimsfrægt fyrir á síðustu dögum og vikum, hlaðið var í klappið góða sem við fengum lánað frá Motherwell. Hver einasta sála á Arnarhóli lét í sér heyra.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×