Sport

Forsætisráðherra: Þið eruð þjóðargersemi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mikið mannhaf er á Arnarhóli núna.
Mikið mannhaf er á Arnarhóli núna.
„Ævintýrin gerast enn. Á síðustu vikum höfum við upplifað eitt slíkt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands, á Arnarhóli nú fyrir skemmstu.

Á Arnarhóli eru mörgþúsund manns samankomnir til að hylla landsliðsmennina íslensku sem komu í dag heim frá Frakklandi eftir Evrópumótið.

„Frammistaða ykkar hefur verið frábær og framganga ykkar öll með þeim hætti að eftir hefur verið tekið um allan heim.“ Þessu næst þakkaði Sigurður landsliðsþjálfurunum Lars og Heimi auk stjórn og starfsmönnum KSÍ.

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, færir sig brátt um set og verður sendiherra Íslands í Moskvu. Sigurður Ingi sagði að það væri aðeins vegna þess að nú væri hún á leiðinni að taka á móti landsliðinu fyrir HM2018 í Rússlandi.

„Kæru landsliðsmenn. Hver einasti Íslendingur telur sig eiga hvert einasta bein í ykkur. Þið eruð þjóðargersemi. En á móti, þá eigið þið hug og hjarta hvers Íslendings,“ sagði Sigurður Ingi að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×