Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2016 10:31 Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Vísir/Stefán Athafnamaðurinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og því hafi fjöldi Íslendinga sem keypti miða af Birni ekki fengið þá í gær fyrir leik Íslands og Frakklands á EM og því misstu þeir af leiknum. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en ekki náð tali af Birni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi, nótt og í morgun. Tjörvi Einarsson lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra sem verið hefur við vinnu í Frakklandi vegna EM staðfesti í samtali við Vísi í morgun að franska lögreglan væri að skoða miðamál Íslendinga sem keypt höfðu miða á leikinn en ekki fengið þá. Enginn hefur þó verið handtekinn en ekki er nákvæmlega vitað hversu margir fengu ekki miða en ein tala sem hefur verið nefnd er sjötíu. Ekki falsaðir miðar Í samtali við RÚV kveðst Björn ætla að sjá til þess að allir þeir sem keyptu af honum miða en fengu ekki fái miðann endurgreiddan. Hann íhugar málaferli gegn UEFA vegna miðakaupanna og segir það alrangt sem haldið hefur verið fram að miðarnir sem hann hafi selt Íslendingum upphaflega hafi verið falsaðir eða hann útvega þá eftir óeðlilegum leiðum. Björn seldi stórum hópi Íslendinga miða á viðureign Englands og Íslands í sextán liða úrslitum. Ekkert bar á óánægjuröddum í kringum þann leik. Hann segir við RÚV að eftir þann leik hafi sama fólk og útvegaði honum miða á þann leik haft samband og boðist til að selja honum miða á leik Íslands og Frakklands. „Þetta er maður sem sér um miðasölu fyrir bæði ítalska og portúgalska knattspyrnusambandið. Hans tengiliður og sú sem átti að afhenda mér miðana hér í París er yfirmaður miðasölu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir keppnina í ár,“ segir Björn. Hann hafi gögn undir höndum sem sanni mál hans, honum hafi verið lofaðir miðar. Miðarnir hafi svo ekki verið komnir á laugardagskvöldið, hann orðið stressaður og farið í að útvega miðana eftir öðrum leiðum. Tölvupóstur án lykilupplýsinga Í frétt RÚV er birtur tölvupóstur sem Björn segir að hafi verið til sýn frá viðkomandi aðila. Ekki sést á tölvupóstinum hver skrifaði hann og ekkert sem tengir hann við UEFA. Sömuleiðis er nafn Björns ekki þar að finna. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær. Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. „Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur einhverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bakpoka,“ bætir Björn við. Þjófarnir hafi verið Íslendingar sem voru orðnir verulega órólegir, leikurinn að hefjast og þeir stressaðir, skiljanlega að sögn Björns. „Ástandið í gær var í rauninni hræðilegt,“ segir Björn sem ætlar að leita réttar síns vegna málsins. Franska lögreglan er með málið til skoðunar en enginn hafði verið handtekinn í morgun vegna málsins. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Athafnamaðurinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og því hafi fjöldi Íslendinga sem keypti miða af Birni ekki fengið þá í gær fyrir leik Íslands og Frakklands á EM og því misstu þeir af leiknum. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en ekki náð tali af Birni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi, nótt og í morgun. Tjörvi Einarsson lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra sem verið hefur við vinnu í Frakklandi vegna EM staðfesti í samtali við Vísi í morgun að franska lögreglan væri að skoða miðamál Íslendinga sem keypt höfðu miða á leikinn en ekki fengið þá. Enginn hefur þó verið handtekinn en ekki er nákvæmlega vitað hversu margir fengu ekki miða en ein tala sem hefur verið nefnd er sjötíu. Ekki falsaðir miðar Í samtali við RÚV kveðst Björn ætla að sjá til þess að allir þeir sem keyptu af honum miða en fengu ekki fái miðann endurgreiddan. Hann íhugar málaferli gegn UEFA vegna miðakaupanna og segir það alrangt sem haldið hefur verið fram að miðarnir sem hann hafi selt Íslendingum upphaflega hafi verið falsaðir eða hann útvega þá eftir óeðlilegum leiðum. Björn seldi stórum hópi Íslendinga miða á viðureign Englands og Íslands í sextán liða úrslitum. Ekkert bar á óánægjuröddum í kringum þann leik. Hann segir við RÚV að eftir þann leik hafi sama fólk og útvegaði honum miða á þann leik haft samband og boðist til að selja honum miða á leik Íslands og Frakklands. „Þetta er maður sem sér um miðasölu fyrir bæði ítalska og portúgalska knattspyrnusambandið. Hans tengiliður og sú sem átti að afhenda mér miðana hér í París er yfirmaður miðasölu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir keppnina í ár,“ segir Björn. Hann hafi gögn undir höndum sem sanni mál hans, honum hafi verið lofaðir miðar. Miðarnir hafi svo ekki verið komnir á laugardagskvöldið, hann orðið stressaður og farið í að útvega miðana eftir öðrum leiðum. Tölvupóstur án lykilupplýsinga Í frétt RÚV er birtur tölvupóstur sem Björn segir að hafi verið til sýn frá viðkomandi aðila. Ekki sést á tölvupóstinum hver skrifaði hann og ekkert sem tengir hann við UEFA. Sömuleiðis er nafn Björns ekki þar að finna. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær. Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. „Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur einhverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bakpoka,“ bætir Björn við. Þjófarnir hafi verið Íslendingar sem voru orðnir verulega órólegir, leikurinn að hefjast og þeir stressaðir, skiljanlega að sögn Björns. „Ástandið í gær var í rauninni hræðilegt,“ segir Björn sem ætlar að leita réttar síns vegna málsins. Franska lögreglan er með málið til skoðunar en enginn hafði verið handtekinn í morgun vegna málsins.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38