Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2016 21:15 Olivier Giroud fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/EPA Olivier Grioud var útnefndur maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, í kvöld og mætti því á blaðamannafund eftir leikinn í kvöld. „Það er alltaf gaman að vera útnefndur maður leiksine en ég mun fyrst og fremst muna eftir því að við fórum áfram og spiluðum vel. Við skoruðum fimm mörk og við vorum mjög ánægðir.“ „En við fengum líka tvö á okkur og Ísland gafst aldrei upp. Við vissum það enda Íslendingar mjög ákveðnir. Þeir héldu áfram allt til loka og ég vil hrósa íslenska liðinu fyrir frábært EM.“ „Við munum njóta sigursins og hvíla vel fyrir leikinn á fimmtudag. Það verður allt annað að spila gegn Þýskalandi enda heimsmeistararnir. Við unnum þá 2-0 í vináttulandsleik en þetta verður allt öðruvísi.“ Hann hrósaði frönskum stuðningsmönnum fyrir frammistöðuna í kvöld og vonar að franska liðið fái áfram mikinn stuðning. „Við erum heppnir að fá að spila á heimavelli og ég er mjög stoltur af þessu franska liði,“ sagði hann en Giroud var einnig spurður hvort að leikurinn í kvöld hafi verið hans besti í treyju franska liðsins. „Ég hef spilað nokkra góða leiki en kannski var þetta minn besti leikur fyrir Frakkland á stórmóti. Mér leið mjög vel strax frá fyrstu mínútu. Við höfðum byrjað leiki okkar illa á mótinu en við breyttum því í kvöld og þurfum að halda uppteknum hætti.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Olivier Grioud var útnefndur maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, í kvöld og mætti því á blaðamannafund eftir leikinn í kvöld. „Það er alltaf gaman að vera útnefndur maður leiksine en ég mun fyrst og fremst muna eftir því að við fórum áfram og spiluðum vel. Við skoruðum fimm mörk og við vorum mjög ánægðir.“ „En við fengum líka tvö á okkur og Ísland gafst aldrei upp. Við vissum það enda Íslendingar mjög ákveðnir. Þeir héldu áfram allt til loka og ég vil hrósa íslenska liðinu fyrir frábært EM.“ „Við munum njóta sigursins og hvíla vel fyrir leikinn á fimmtudag. Það verður allt annað að spila gegn Þýskalandi enda heimsmeistararnir. Við unnum þá 2-0 í vináttulandsleik en þetta verður allt öðruvísi.“ Hann hrósaði frönskum stuðningsmönnum fyrir frammistöðuna í kvöld og vonar að franska liðið fái áfram mikinn stuðning. „Við erum heppnir að fá að spila á heimavelli og ég er mjög stoltur af þessu franska liði,“ sagði hann en Giroud var einnig spurður hvort að leikurinn í kvöld hafi verið hans besti í treyju franska liðsins. „Ég hef spilað nokkra góða leiki en kannski var þetta minn besti leikur fyrir Frakkland á stórmóti. Mér leið mjög vel strax frá fyrstu mínútu. Við höfðum byrjað leiki okkar illa á mótinu en við breyttum því í kvöld og þurfum að halda uppteknum hætti.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira