Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2016 20:53 Danir slógu í gegn á HM 1986 bæði innan og utan vallar. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkar skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og unnu leikinn á endanum 5-2. Frakkar mæta því heimsmeisturum Þjóðverja í undanúrslitum EM 2016. Fyrir þrjátíu árum fékk önnur Norðurlandaþjóð skell eftir frábært gengi á sínu fyrsta heimsmeistaramóti Danir voru spútniklið HM í Mexíkó eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sínum í riðlinum þar af 6-1 sigur á Úrúgvæ og 2-0 sigur á Vestur-Þjóðverjum. Það var ekki bara frammistaða leikmannanna inn á vellinum sem vakti athygli því einnig var frammistaða stuðningsfólksins til mikillar fyrirmyndar. Hver man ekki eftir „dönsku rooligans" eins og þeir kölluðu sig. Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup voru allt í öllu í sóknarleik danska liðsins en Preben Elkjær var með þrennu í sigrinum á Úrúgvæ og sigurmarkið á móti Skotum. Danir mættu í sextán liða úrslitin með þrjá sigra í þremur leikjum og markatöluna 9-1. Það voru því miklar væntingar fyrir leikinn á móti Spáni í sextán liða úrslitunum. Danir komust reyndar í 1-0 í leiknum á móti Spáni en Spánverjar svöruðu með fimm mörkum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Gammurinn Emilio Butragueno skoraði fjögur af þessum fimm mörkum. Gleðin var þó ekki lengi í herbúðum Spánverja sem töpuðu í vítakeppni í átta liða úrslitunum á móti Belgum. Hér fyrir neðan má sjá klippu úr DV daginn eftir þennan leik fyrir 30 árum. „Tekið á móti (Dönum .. Íslendingum) sem þjóðhöfðingjum“ gæti einnig átt við hér á Íslandi því það er pottþétt að íslenska þjóðin mun taka vel á móti Strákunum sínum þegar þeir koma heim frá Frakklandi.Mynd/DV 19. júní 1986 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkar skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og unnu leikinn á endanum 5-2. Frakkar mæta því heimsmeisturum Þjóðverja í undanúrslitum EM 2016. Fyrir þrjátíu árum fékk önnur Norðurlandaþjóð skell eftir frábært gengi á sínu fyrsta heimsmeistaramóti Danir voru spútniklið HM í Mexíkó eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sínum í riðlinum þar af 6-1 sigur á Úrúgvæ og 2-0 sigur á Vestur-Þjóðverjum. Það var ekki bara frammistaða leikmannanna inn á vellinum sem vakti athygli því einnig var frammistaða stuðningsfólksins til mikillar fyrirmyndar. Hver man ekki eftir „dönsku rooligans" eins og þeir kölluðu sig. Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup voru allt í öllu í sóknarleik danska liðsins en Preben Elkjær var með þrennu í sigrinum á Úrúgvæ og sigurmarkið á móti Skotum. Danir mættu í sextán liða úrslitin með þrjá sigra í þremur leikjum og markatöluna 9-1. Það voru því miklar væntingar fyrir leikinn á móti Spáni í sextán liða úrslitunum. Danir komust reyndar í 1-0 í leiknum á móti Spáni en Spánverjar svöruðu með fimm mörkum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Gammurinn Emilio Butragueno skoraði fjögur af þessum fimm mörkum. Gleðin var þó ekki lengi í herbúðum Spánverja sem töpuðu í vítakeppni í átta liða úrslitunum á móti Belgum. Hér fyrir neðan má sjá klippu úr DV daginn eftir þennan leik fyrir 30 árum. „Tekið á móti (Dönum .. Íslendingum) sem þjóðhöfðingjum“ gæti einnig átt við hér á Íslandi því það er pottþétt að íslenska þjóðin mun taka vel á móti Strákunum sínum þegar þeir koma heim frá Frakklandi.Mynd/DV 19. júní 1986
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira