Leifsstöð rýmd vegna brunaboða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 19:39 Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Vísir/Valli Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira