Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 18:34 Stuðningsmenn Íslands í stúkunni í Frakklandi. vísir/vilhelm Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45