Bankaði á bílrúðuna á rauðu ljósi og bað Ragnheiði um símanúmerið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 09:00 Ragnar Sigurðsson er góður söngvari að sögn vina sinna og spilar auk þess á bæði gítar og píanó. Vísir/Vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hafa farið á kostum á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og er á engan hallað þótt að nafn Ragnars Sigurðssonar sé dregið fram sem eins þeirra sem hafa skarað fram úr. Ragnar hefur fengið mikið lof og hrós fyrir frammistöðu sína í miðverðinum og margir sem telja líkur á að stórlið í Evrópu falist eftir kröftum hans. Þótt það virki þannig að Ragnar hafi spilað í miðverðinum alla tíð var það alls ekki þannig. Ragnar var miðjumaður upp yngri flokka, í nokkuð sterkum yngri flokkum Fylkis þar sem leikmenn á borð við Albert Brynjar Ingason og Kjartan Ágúst Breiðdal var að finna. Ragnar var skapandi miðjumaður í elstu flokkunum og duglegur að leggja upp mörk. Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki.vísir/anton brink Varnartröllið, sem spilar með Krasnodar í Rússlandi, er liðtækur tónlistarmaður, og meira en það. Hann syngur eins og engill að sögn vina hans, fyrrnefnds Alberts og Allans Sigurðssonar, sem ræddu um uppeldisbróður sinn og vin í samtali við Þórð Helga Þórðarson á Rás 2 í vor.„Við fórum einu sinni á Skrekk, í 9. bekk og sungum Backstreet boys lag,“ segir Allan. Lagið, I want it that way, var þýtt yfir á íslensku en það var hluti af stærra atriði. Ragnar spilar bæði á píanó og gítar en spilar ekki mikið fyrir unnustu sína, Ragnheiði Theodórsdóttur. Þau Ragnar hafa verið saman undanfarin ár en leiðir þeirra lágu þó fyrst saman fyrir rúmum áratug. Ragnari er lýst þannig að hann sé afar heiðarlegur og hvatvís, segi það sem hann meini og má með sanni segja að fyrstu kynni Ragnars og Ragnheiðar lýsi því vel.„Ég var tiltölulega nýkomin með bílpróf og var stopp á rauðu ljósi. Þá var bankað á rúðuna,“ segir Ragnheiður. Þangað var Ragnar mættur, tveimur árum eldri en Ragnheiður, og bað um númerið hennar. „Þarna varð ekkert úr því en seinna áttum við svo leið saman,“ segir Ragnheiður hlæjandi.Ragnheiður Theodórsdóttir, til hægri, ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, unnustu Kára Árnasonar.VísirAlbert lýsir því þannig í viðtalinu að þeir Ragnar hafi alla tíð spilað tölvuleiki, og gert það áfram í gegnum netið eftir að Ragnar fór í atvinnumennsku. Þeir hafi þó aðeins spilað einu sinni fótboltaleik enda Ragnar mjög tapsár. Albert vann leikinn.„Hann ásakaði mig um að tefja síðustu fimm mínúturnar og sagðist aldrei ætla að spila við mig fótboltaleik aftur á netinu, og það varð raunin.“Ragnar hefur í fleiri skipti orðið tapsár. Þannig var að strákarnir spiluðu lengi vel handbolta með Fylki en þeir voru ekki jafn sigursælir í handboltanum eins og í fótboltanum. Einu sinni töpuðu Árbæingar í Hafnarfirði.„Hann braut vaskinn í Haukaheimilinu. Pabbi hans og húsvörður urðu eftir til að laga það,“ segir Albert hlæjandi.Viðtalið í heild má heyra hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Þrumustuð og víkingahróp við Rauðu mylluna Hundruð Íslendinga hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Frakklandi. 3. júlí 2016 08:00 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hafa farið á kostum á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og er á engan hallað þótt að nafn Ragnars Sigurðssonar sé dregið fram sem eins þeirra sem hafa skarað fram úr. Ragnar hefur fengið mikið lof og hrós fyrir frammistöðu sína í miðverðinum og margir sem telja líkur á að stórlið í Evrópu falist eftir kröftum hans. Þótt það virki þannig að Ragnar hafi spilað í miðverðinum alla tíð var það alls ekki þannig. Ragnar var miðjumaður upp yngri flokka, í nokkuð sterkum yngri flokkum Fylkis þar sem leikmenn á borð við Albert Brynjar Ingason og Kjartan Ágúst Breiðdal var að finna. Ragnar var skapandi miðjumaður í elstu flokkunum og duglegur að leggja upp mörk. Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki.vísir/anton brink Varnartröllið, sem spilar með Krasnodar í Rússlandi, er liðtækur tónlistarmaður, og meira en það. Hann syngur eins og engill að sögn vina hans, fyrrnefnds Alberts og Allans Sigurðssonar, sem ræddu um uppeldisbróður sinn og vin í samtali við Þórð Helga Þórðarson á Rás 2 í vor.„Við fórum einu sinni á Skrekk, í 9. bekk og sungum Backstreet boys lag,“ segir Allan. Lagið, I want it that way, var þýtt yfir á íslensku en það var hluti af stærra atriði. Ragnar spilar bæði á píanó og gítar en spilar ekki mikið fyrir unnustu sína, Ragnheiði Theodórsdóttur. Þau Ragnar hafa verið saman undanfarin ár en leiðir þeirra lágu þó fyrst saman fyrir rúmum áratug. Ragnari er lýst þannig að hann sé afar heiðarlegur og hvatvís, segi það sem hann meini og má með sanni segja að fyrstu kynni Ragnars og Ragnheiðar lýsi því vel.„Ég var tiltölulega nýkomin með bílpróf og var stopp á rauðu ljósi. Þá var bankað á rúðuna,“ segir Ragnheiður. Þangað var Ragnar mættur, tveimur árum eldri en Ragnheiður, og bað um númerið hennar. „Þarna varð ekkert úr því en seinna áttum við svo leið saman,“ segir Ragnheiður hlæjandi.Ragnheiður Theodórsdóttir, til hægri, ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, unnustu Kára Árnasonar.VísirAlbert lýsir því þannig í viðtalinu að þeir Ragnar hafi alla tíð spilað tölvuleiki, og gert það áfram í gegnum netið eftir að Ragnar fór í atvinnumennsku. Þeir hafi þó aðeins spilað einu sinni fótboltaleik enda Ragnar mjög tapsár. Albert vann leikinn.„Hann ásakaði mig um að tefja síðustu fimm mínúturnar og sagðist aldrei ætla að spila við mig fótboltaleik aftur á netinu, og það varð raunin.“Ragnar hefur í fleiri skipti orðið tapsár. Þannig var að strákarnir spiluðu lengi vel handbolta með Fylki en þeir voru ekki jafn sigursælir í handboltanum eins og í fótboltanum. Einu sinni töpuðu Árbæingar í Hafnarfirði.„Hann braut vaskinn í Haukaheimilinu. Pabbi hans og húsvörður urðu eftir til að laga það,“ segir Albert hlæjandi.Viðtalið í heild má heyra hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Þrumustuð og víkingahróp við Rauðu mylluna Hundruð Íslendinga hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Frakklandi. 3. júlí 2016 08:00 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30
Þrumustuð og víkingahróp við Rauðu mylluna Hundruð Íslendinga hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Frakklandi. 3. júlí 2016 08:00
EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00