Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2016 08:34 Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. Vísir/Getty/Anton Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Liðsmenn hljómsveitarinnar Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamenn ársins 2015. Þrír liðsmenn sveitarinnar eru í efstu fimm sætunum. Efstur er þó Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur, með 2,6 milljónir á mánuði. Hann er yfirlögfræðingur fjármálafyrirtækisins GAMMA en hann er einnig höfundur Rofs, Snjóblindu og fleiri skáldsagna. Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í næstu tvö sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar, Brynjar Leifsson er með 1,77 milljónir á mánuði og fast á hæla hans kemur Ragnar Þórhallsson, söngvari og gítarleikari, með 1,73 milljónir á mánuði. Þá er söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnarm Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, í fimmmta sæti með 1,71 milljón á mánuði. Hljómsveitin hefur verið á miklu tónleikaferðalagi erlendis undanfarið ár en síðasta plata sveitarinnar, Beneath the skin, sem kom út á síðasta ári seldist gríðarlega vel og fór beint í þriðja sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum. Baltasar Kormákur leikstjóri er í fjórða sæti, mitt á milli Ragnars og Nönnu með 1,73 milljónir á mánuði. Baltasar gerði það gott á síðasta ári með stórmyndinni Everest sem fór beint á toppinn í tólf löndum skömmu eftir frumsýningu Næst á eftir fylgja Bragi Valdimar Skúlason, hugmyndasmiður grínhópsins Baggalúts og auglýsingaskrifstofunnar Brandenburg, með rúmlega 1,5 milljónir á mánuði, Margrét Einarsdóttir búningahönnuður með rúmar 1,4 milljónir á mánuði, Sigurður Sigurjónsson leikari með 1,3 milljónir á mánuði og Ólafur Darri Ólafsson leikari með rúmlega 1,2 mlljónir á mánuði. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Árni Harðarson skattakóngur ársins 2015 Stjórnarmaður hjá Alvogen og staðgengill forstjóra er skattakóngur ársins 2015. 30. júní 2016 09:36 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Liðsmenn hljómsveitarinnar Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamenn ársins 2015. Þrír liðsmenn sveitarinnar eru í efstu fimm sætunum. Efstur er þó Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur, með 2,6 milljónir á mánuði. Hann er yfirlögfræðingur fjármálafyrirtækisins GAMMA en hann er einnig höfundur Rofs, Snjóblindu og fleiri skáldsagna. Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í næstu tvö sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar, Brynjar Leifsson er með 1,77 milljónir á mánuði og fast á hæla hans kemur Ragnar Þórhallsson, söngvari og gítarleikari, með 1,73 milljónir á mánuði. Þá er söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnarm Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, í fimmmta sæti með 1,71 milljón á mánuði. Hljómsveitin hefur verið á miklu tónleikaferðalagi erlendis undanfarið ár en síðasta plata sveitarinnar, Beneath the skin, sem kom út á síðasta ári seldist gríðarlega vel og fór beint í þriðja sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum. Baltasar Kormákur leikstjóri er í fjórða sæti, mitt á milli Ragnars og Nönnu með 1,73 milljónir á mánuði. Baltasar gerði það gott á síðasta ári með stórmyndinni Everest sem fór beint á toppinn í tólf löndum skömmu eftir frumsýningu Næst á eftir fylgja Bragi Valdimar Skúlason, hugmyndasmiður grínhópsins Baggalúts og auglýsingaskrifstofunnar Brandenburg, með rúmlega 1,5 milljónir á mánuði, Margrét Einarsdóttir búningahönnuður með rúmar 1,4 milljónir á mánuði, Sigurður Sigurjónsson leikari með 1,3 milljónir á mánuði og Ólafur Darri Ólafsson leikari með rúmlega 1,2 mlljónir á mánuði. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Árni Harðarson skattakóngur ársins 2015 Stjórnarmaður hjá Alvogen og staðgengill forstjóra er skattakóngur ársins 2015. 30. júní 2016 09:36 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Árni Harðarson skattakóngur ársins 2015 Stjórnarmaður hjá Alvogen og staðgengill forstjóra er skattakóngur ársins 2015. 30. júní 2016 09:36
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08