Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:45 Þjálfararnir ræða við leikmenn á æfingu í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í landsliðshópnum Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Sjá meira
Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í landsliðshópnum Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00