Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:45 Þjálfararnir ræða við leikmenn á æfingu í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00