Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. júlí 2016 07:00 Páley Borgþórsdóttir Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir verkferla í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot vera þá sömu á Þjóðhátíð og aðra daga ársins. Því muni lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot. Það er sama stefna og var sett í fyrra, sem var afar umdeild. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn. „Síðar þegar það er tímabært og skaðar ekki rannsóknarhagsmuni er eðlilegt að upplýsa um fjölda tilkynntra mála en eigi að vera mark takandi á slíkum upplýsingum þarf tíminn að fá að líða,“ stendur í svari Páleyjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún tekur aftur á móti ekki fram hversu margir dagar þurfi að líða. Páley hafði samband við Neyðarmóttöku Landspítalans á dögunum og bað um að sama verklag yrði viðhaft þar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir stefnu spítalans vera þá að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála, skiptir þá ekki hvers eðlis málið er. Því verði ekki orðið við beiðni lögreglustjórans.Hún bendir á að samskiptamiðlar hafi oft mun meiri áhrif á rannsóknarhagsmuni en tilkynningar viðbragðsaðila um brot. „Það eru oft meiri líkur á að umfjöllun á samskiptamiðlum hafi áhrif á rannsóknarhagsmuni. Til dæmis getur það haft áhrif á brotaþola og ákvörðun hans um að kæra ef vinir tjá sig um málið á Facebook,“ segir Hrönn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur rangt að segja ekki frá kynferðisbrotum. „Ég hef ekki breytt skoðun minni frá því í fyrra og segi enn þá að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. Þessi framgangur er á skjön við það sem tíðkast í öðrum málum. Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar,“ segir Guðrún. Hún bætir við að gaman væri að vita hvort lögreglustjórinn ætlaði ekki að segja frá neinum öðrum brotum sem gætu átt sér stað á hátíðinni. Í ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2015 kemur fram að átján kynferðisbrot á útihátíðum hafi verið tilkynnt til þeirra í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. „Þetta er ástæðan fyrir því að við látum okkur þetta mál varða.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir verkferla í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot vera þá sömu á Þjóðhátíð og aðra daga ársins. Því muni lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot. Það er sama stefna og var sett í fyrra, sem var afar umdeild. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn. „Síðar þegar það er tímabært og skaðar ekki rannsóknarhagsmuni er eðlilegt að upplýsa um fjölda tilkynntra mála en eigi að vera mark takandi á slíkum upplýsingum þarf tíminn að fá að líða,“ stendur í svari Páleyjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún tekur aftur á móti ekki fram hversu margir dagar þurfi að líða. Páley hafði samband við Neyðarmóttöku Landspítalans á dögunum og bað um að sama verklag yrði viðhaft þar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir stefnu spítalans vera þá að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála, skiptir þá ekki hvers eðlis málið er. Því verði ekki orðið við beiðni lögreglustjórans.Hún bendir á að samskiptamiðlar hafi oft mun meiri áhrif á rannsóknarhagsmuni en tilkynningar viðbragðsaðila um brot. „Það eru oft meiri líkur á að umfjöllun á samskiptamiðlum hafi áhrif á rannsóknarhagsmuni. Til dæmis getur það haft áhrif á brotaþola og ákvörðun hans um að kæra ef vinir tjá sig um málið á Facebook,“ segir Hrönn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur rangt að segja ekki frá kynferðisbrotum. „Ég hef ekki breytt skoðun minni frá því í fyrra og segi enn þá að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. Þessi framgangur er á skjön við það sem tíðkast í öðrum málum. Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar,“ segir Guðrún. Hún bætir við að gaman væri að vita hvort lögreglustjórinn ætlaði ekki að segja frá neinum öðrum brotum sem gætu átt sér stað á hátíðinni. Í ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2015 kemur fram að átján kynferðisbrot á útihátíðum hafi verið tilkynnt til þeirra í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. „Þetta er ástæðan fyrir því að við látum okkur þetta mál varða.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00
Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47
Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21