Íslenskir bræður hoppa úr norska landsliðinu yfir í það íslenska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2016 19:45 Brynjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson eru áfram í landsliðinu. Mynd/Skíðasamband Íslands Landslið Íslands í skíðagöngu hefur fengið góðan liðstyrk frá Noregi en helming A-landsliðsins skipa nú tveir bræður sem hafa hingað til keppt fyrir Noreg. Skíðasamband Íslands tilkynnti í dag um val sitt á landsliði í skíðagöngu fyrir komandi vetur. Stærsta verkefni vetrarins verður án efa HM í Lahti í Finnlandi sem fer fram um mánaðarmótin febrúar-mars, en ásamt því munu landsliðin keppa á alþjóðlegum FIS mótum. Komandi vetur er líka mikilvægur uppá lágmörk fyrir ÓL 2018. Bræðurnir Snorri Einarsson og Sturla Björn Einarsson eru að koma nýir inní landslið en undanfarið hafa þeir keppt undir merkjum Noregs. Þeir Snorri og Sturla eiga íslenskan föður og ákváðu að breyta og keppa fyrir Skíðasamband Íslands frá og með næsta vetri. Búið er að ganga frá allri pappírsvinnu og því allt klárt gangvart þeirra keppnisrétt. Snorri Einarsson hefur verið í landsliðum á vegum Norska skíðasambandsins og hefur náð framúrskarandi árangri á heimsvísu, hann hefur til að mynda verið í topp 20 í heimsbikar. Hinir tveir mennirnir í A-landsliðinu eru þeir Brynjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson sem hafa verið báðir í A-landsliðinu undanfarin ár. Engin kona kemst í A-landsliðið en þær Elsa Guðrún Jónsdóttir, Kristrún Guðnadóttir og Sólveig María Aspelund eru í B-landsliðinu. Aðrir í b-liðinu eru þeir Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Sigurður Arnar Hannesson. Landsliðsþjálfarinn er Jostein H. Vinjerui. Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Landslið Íslands í skíðagöngu hefur fengið góðan liðstyrk frá Noregi en helming A-landsliðsins skipa nú tveir bræður sem hafa hingað til keppt fyrir Noreg. Skíðasamband Íslands tilkynnti í dag um val sitt á landsliði í skíðagöngu fyrir komandi vetur. Stærsta verkefni vetrarins verður án efa HM í Lahti í Finnlandi sem fer fram um mánaðarmótin febrúar-mars, en ásamt því munu landsliðin keppa á alþjóðlegum FIS mótum. Komandi vetur er líka mikilvægur uppá lágmörk fyrir ÓL 2018. Bræðurnir Snorri Einarsson og Sturla Björn Einarsson eru að koma nýir inní landslið en undanfarið hafa þeir keppt undir merkjum Noregs. Þeir Snorri og Sturla eiga íslenskan föður og ákváðu að breyta og keppa fyrir Skíðasamband Íslands frá og með næsta vetri. Búið er að ganga frá allri pappírsvinnu og því allt klárt gangvart þeirra keppnisrétt. Snorri Einarsson hefur verið í landsliðum á vegum Norska skíðasambandsins og hefur náð framúrskarandi árangri á heimsvísu, hann hefur til að mynda verið í topp 20 í heimsbikar. Hinir tveir mennirnir í A-landsliðinu eru þeir Brynjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson sem hafa verið báðir í A-landsliðinu undanfarin ár. Engin kona kemst í A-landsliðið en þær Elsa Guðrún Jónsdóttir, Kristrún Guðnadóttir og Sólveig María Aspelund eru í B-landsliðinu. Aðrir í b-liðinu eru þeir Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Sigurður Arnar Hannesson. Landsliðsþjálfarinn er Jostein H. Vinjerui.
Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira